Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 21
SAMTlÐIN 17 verið innan brjósts, er hann var barn og fóstran sagði við hann: „Jæja, Heriry minn, nú átt þú að fara að hátta.“ Barnið fæst ekki til að liátta, en samt veit það fullvel, að svefninn muni hera það á örmum sínum hurt og að það þarfnast mjög hvildar. „Dauðinn,“ hélt Wells áfram, „er barnfóstra, hlíð og alvarleg i senn. Þegar stundin kemur, segir hún við mann: „Jæja, Henry minn, nú átt þú að fara að liátta.“ Við möldum i mó- inn, en vitum þó fullvel, að nú er orð- ið mál að talca á sig' náðir og að i raun og veru þráum við hvíld.“ EF VÉR sættum oss möglunar- lítið við þá tilhugsun, að ævi- skeiðinu séu takmörk sett, getum vér a. m. k. gert oss von um, að oss takist að enda það heilir á sálu og líkama, og það er oss vissulega kleift. Ellin hefur ekki ávallt i för með sér öll þau mein, sem áður er getið. Mörg dýr deyja án mikilla líkamlegra breytinga. Vel þjálfaður líkami mun varðveita mjúkleik sinn og yndis- þokka lengi. Galdurinn er í þvi fólg- inn, að vér vanrækjum sjálfa oss aldrei. Það, sem vér gerðum i gær, liljótum vér að geta gert i dag, og það, sem er vanrækt, verður aldrei aftur bætt. Þjálfun og' reglusemi eru undirstaða furðulegra hluta. Margir sjötugir menn iðka hnefaleika, sund og tennis. Vilurlegast er að iðka slikt að staðaldri, en ekki endrnm og eins eða til þess eins að svala liégóma- girnd sinni. Það er ekki hægt að stöðva ellihrörnunina, sé hún á ann- að horð byrjuð. Hins vegar er tiltölu- lega auðvelt og mjög æskilegt að ljá henni ekki fangstaðar á sér. „Það er þvi miðnr auðvelt að lengja hrörnun mannsins með þvi að hjóða henni of snemma heim.“Ég vil heldur vera all- lengi gamall en verða gamall fyrir aldur fram,“ sagði Montaigne. Framhald í næsta hefti. ÝRAFRÆBINGAR liafa komizt að raun um, að apar láta geðs- hræringu sína i ljós með svipbrigð- um, sem eru alveg gagnstæð svip- brigðum manna. Ef teknar eru lcvik- myndir af öpum og reynt er að láta líta svo út sem þeir séu hlæjandi, eru þeir klipnir í rófuna, svo að litið her á, og virðist áhorfendunum þá, að þeir leiki við hvern sinn fingur. Ef apar eru hins vegar fýlulegir á svip- inn, fullyrða sérfræðingar, að þeim líki lifið verulega vel. Úr „Everybody’s Life“. AÐ ERU til tvær meginreglur i þessu lífi, önnur er almenns eðl- is; hin er dálítið sérstök. Sú fyrri er á þá leið, að sérliver maður getur að lokum öðlazt það, sem liann vill, ef hann leggur sig allan fram. Það er algild regla. Hin er þannig, að sér- hver maður er að meira eða minna leyti undantekning frá þessari reglu. Samuel Butler. Þeir, sem nota sdpuna einu sinni, nota hana aftur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.