Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 22
18 SAMTlÐIN BJÖRN SIGFÚSSON: TUNGfiN 10. Forðumst innflutta ónákvæmni Dögum oftar heyrist kvartað um íslenzk orð, sem „ná ekki“ erlendu hugtaki. Lítum í dag á dæmi af þessu tagi. Orðið öreigi er fastmótað ís- lenzlct hugtak. Öreigi þarf ekki heint að vera fátækur, þvi síður örbjarga. Öreigi var Atli þræll í Fljóti, sá sem ráð hafði á að taka lieila skipshöfn og fæða um velur á búi Geirmund- ar lieljarskinns, eiganda síns. Gjatd- þrota menn eru öreigar, hvort sem þeir halda enn nokkrum fjárráðum eða ekki. Hins vegar er ekki liægt athugasemdalausl að kalla þá menn öreiga, sem eiga mikið, en skulda jafnmilcið eða meira og hafa þó fjár- ráð sín. Meginþorri „öreiganna“ með hverri þjóð eru annars snauðir menn, eiga aðeins til hnifs og skeið- ar. Ein þýðing Blöndalsbókar á orðinu öreigi er Proletar, danskt orð úr lat- ínu: proletarius (= „sléttur, sá, sem býr við lakari kost“, segir Kleyfsi, latínuorðabók Jóns hiskups Árna- sonar, og skýrir það dável, hvaðan dönslc merking orðsins Proletar er runnin = fátæklingur, armingi). Þó að Blöndalsbók sé að komast á 3. áratuginn og nákvæmni íslendinga í meðferð viðkvæmra hugtaka ætli að hafa vaxið, leggja ýmsir menn enn þessa „proletar“-merking í orð- ið öreigi, vegna þess að tungan á ekkert eitt orð, sem samsvarar latn- eska orðinu proletarius. Þessi mis- tök eru svo golt dæmi um vansmíði á hugtakaþýðingu, að eyða má um þau fleiri orðum. Margir „æxla fé úr öreigð“, eins og Grágás ox-ðar það. Þeir hafa liug á að eignast íbúð yfir sig og sína, og sumum tekst það. Aðrir eignast spari- fé. Ýmsir taka þátt í félögum, svo sem samvinnufélögum, stéttarfélög- um eða öðrum samtökum, sem veita þeiin hlutdeild í sameiginlegum hagsmunum án teljandi liöfuðstóls- framlags, jafnvel ítök í sameiginleg- um eignum, l. d. lilutdeild samyrkju- hónda i samyrkjubúi. En slikar breytingar öreigans i bjargálna mann eða efnaðan breyta ekki veru- lega stéttarafstöðu hans, ef liann á atvinnu sína undir öðrum jafnt sem áður, svo að hann telst „proletar“, þótt eklci sé öreigi. Latneska orðið proletarius er sem sé leilt af proles = afkvæmi, og táknaði í Bómaveldi skattlausan þegn, mann, sem studdi ríkishag með því (einu) að eignast afkvæmi. Þar af færist orðið á hvern alþýðumann, sem hefur ekki al- vinnurekstur, — eða yfirleitt á hvern alþýðumann í löndum með allglögga afmörkun lægri stéttanna. Af þessu er ljóst, hve fráleitt er oft að láta „proletar" þýða „öreiga“ á íslenzku, þar sem ekkert ætti að þurfa að vera sameiginleg't hugtökunum ör- eigar og alþýða, — undirstétt og taunþegar, — lýður og atvinnuleit- endur eða livaða hugtök, sem okkur

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.