Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 26
22 SAMTÍÐIN inn sinn, svo að við þurfum ekki að borga annað en bensínið.“ Ekki get ég nú sagt, að ég liafi ver- ið ákaflega æstur í að aka bíl með Tobba, því að ég er enn þá tiltölulega ungur, sæmilega heilsuhraustur og' finn öðru livoru til töluverðrar lífs- löngunar, sérílagi á sumrin, þegar Karólína var fyrir austan. Tobbi sá, að ég var eitthvað tregur, svo að hann herti sóknina. „Pétur brunaliðs og Geiri Gull voru innfrá á mánudaginn, og þeir kræktu í eina fjörutíu laxa. Pétur sagði Tómasi í Ölinu, að hann væri í göngu, enda var stærstur straumur um síðustu belgi, eins og þú veizt.“ Ég vissi ekkert um neina strauma. Ég bef ekki fylgzt með þeim í fjölda mörg ár. Enn þá var ég hikandi. Tobbi hélt áfram: „Það er hart, ef við húkkum ekki tuttugu, þrjátíu bröndur, og þá er stórhagnaður af túrnum.“ Mér lá við að skjóta því svona fram, að það yrði þá i fyrsta sinn, að hagnaður yrði af fyrirtæki, sem Tobbi væri viðriðinn. En ég gætti mín. Svo spilaði hann út síðasta trompinu: „Kunningi minn, sem er á togara, hefur lofað að lána mér eina ferkant- aða í túrinn.“ Nú stóðst ég ekki mátið, en gafst upp, skilyrðislaust. Klukkan fimm á sunnudagsmorg- uninn kom Tobbi í lúxusnum bans Simba að sækja mig. Ég efast um, að mér liefði nokkurn tíma dottið í liug, að þetta væri bíll, liefði Tobbi ekki verið svo vingjarnlegur, að benda LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir Þakglugga, allar stærðir og gerðir Olíukassa i báta og skip Benzingeyma i bila og báta Loftrör, allar stærðir Lofttúður o. fl. Fljót afgreiðsla. Lágt verð. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 15, Reykjavík Baníel Þorsteinsson & Co. h.f Skipasmíði — Dráttarbraut við Bakkastíg, Reykjavík Símar: 2879 °g 4779 Útgerðarmenn! Dýrtíðin verður yður ekki eins til- finnanleg, ef þér skiptið við oss. — Erum allvel birg- ir af efni.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.