Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 mér á það. Það var einhver galsi i Tobba, en beygur í mér. „Hoppaðu upp í, kallinn, við meg- um engan tíma missa.“ Ég setlist upp í farartækið, og Tobbi startaði eða réttara sagt gerði margítrekaðar tilraunir til þess að starta. „Það er gállinn á bonum í dag, þessum,“ sagði hann. „En vertu ró- legur, rokkurinn fer af stað eins og skot, þegar liann hefur liitað sig.“ Það var það, sem hann gerði, fór af stað eins og fallbyssuskot. Ég lief aldrei á ævi minni heyrt annan eins iivell, og bef þó verið giftur lienni Karólínu í rúm tuttugu ár. Ég lield, að allir íbúar götunnar bafi vaknað. Tveir setuliðsmenn, með stálbjálma og brugðna byssustingi, komu þjót- andi út úr nærliggjandi bragga. Ég verð aldrei það gamall, að ég gleymi hræðslunni, sem skein út úr ásjónum stríðsmannanna. Allir gluggar fyllt- ust af óútsofnum hausum, og ástand- ið var ískyggilegt. Það var aðeins einn maður, sem hélt sálarjafnvægi sínu. Það var Tobbi prests. Hann brosti til mín og sagði afar rólega: „Þetta er allt í fínasta lagi, vinur. Nú er það blátt strik í laxatorfuna.“ Mig grunar, að við höfum venð tvær mínútur inn að Elliðaám. Þó skal ég ekkert fullvrða um það, því a'i það var engu líkara en að það rynni ofurlítið i brjóstið á mér á leiðinni. Svo mikið er víst, að ég var meðvitundarlaus, er við komum á ákvörðunarstaðinn. Tobbi dreypti á mig brennivíni, en ég rankaði við mér. „Helvíú ertu morgunsvæfur, Hafnarhúsið Sími 5980 Símnefni: BRAKUN Q. ‘lOiLstjánsscm &. Co.. A.jl. skipamiðlari. Vandaðar 0 g smekklegar v ö r u r. L i p u r afgreiðsla. Vcf naðarvöruver zlun H. TOF7 Skólavörðustíg 5 Sími 1035.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.