Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 29
SAMTlÐIN 25 missa fiskinn eða hvað? Stattu klár með ifæruna.“ Ég óð í land, hringsnérist í kring- um sjálfan mig, en fann enga ífæru. Ef satt skal segja, þá hafði ég ekki nokkra hugmynd um, hvernig ífæra lítur út. „Hún er í bílnum,“ öskraði veiði- maðurinn. „Það er langa slcaftið með króknum.“ Ég hljóp upp að bílnum og náði í langa skaftið með króknum. Ég var dálitið upp með mér, því að nú vissi ég þó, hvernig ífæra leit út. Þegar ég kom niður að ánni aftur, sat Tobbi á hundaþúfu, kófsveittur og eins og barnaræningi í framan. Það var ein- liver óhugur í mér, svo að ég nálgað- ist hann afar gætilega og spurði mjög vingjgarnlega: „Fór liann af?“ „Fór liann af ?!!! Hún er ógleym- anleg, fyrirlitningin, sem fólst í þess- ari stuttu setningu. „Hvernig var hægt að húast við öðru. Ég hef aldrei þekkt annað eins fífl og þig.“ „Nú,“ varð mér að segja. „Nú! Finnurðu það ekki sjálfur?“ Svo rauk hann upp eins og norðan- skafbylur. „Hvern andskotann meint- irðu með því að ösla út í ána og taka i mig? Bara til þess að stvggja fisk- inn og setja mig út af laginu.“ Síðustu orð hans komu flatt upp á mig, því að ég hafði alltaf staðið í þeirri meinignu, að Tobbi væri lag- laus. Ég var svo hryggur, að það lá við, að ég óskaði þessi heitt og inni- lega, að ég væri kominn austur i Þykkvabæ til hennar Karólinu. Svona var sálarástand mitt ömurlegt. Svo stóð Tobbi á fætur, og það gladdi mig RArT>CKIAVeRZl.llN A VINMSTOFA LAVOAVBO 46 aIMI M6t önnumst húsa- og skiparaflagn- ir, setjum upp vindrafstöðvar fyrir sveitabæi og útvegum allt efni til þeirra. Sjáum um teikningar af stærri og smærri rafveitum. Lúðvík Guðmundsson Raftækjaverzlun og vinnustofa Laugaveg 46. Sími 5858. Lifur og lýsi’ a 1 1 a r t e g u n d i r, k a u p u m v i S h æ s t a v e r ö i. H.F. LÝSI Símnefni: Lýsi, Reykjavik. Simar: 3634, 1845.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.