Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 Tobbi brosti vingjarnlega og óð út í. Hann kom ekki í land, fyrr en klukk- an langt gengin þrjú síðdegis. Ég get ekki sagt, að ég hafi beinlínis saknað bans, en mér varð oftar en einu sinni bugsað til flöskunnar, axlafullrar. Hann var armæðulegur á svipinn, og bann sagði við mig, næstum því hlýlega: „Þetta þýðir ekkert. Hér er ekki bein. Yið skulum skreppa upp á efri part.“ Svo leit liann í kringum sig og spurði: „Hvar er fiskurinn?“ „Laxinn,“ spurði ég. „Ég setti hann bak við veiðihúsið.“ Ógnrlegri skelfingu brá fyrir í svip Tobba. Án þess að mæla nokk- urt orð skálmaði hann upp að hús- inu. Eftir stulta stund kom hann þjótandi til mín, og það skein laun- morð út úr augum lians. Ég vissi ekki, hvaðan á mig stóð veðrið. Hann rak andlitið á sér upp að mínu and- liti og hvæsti: „Minkurinn er búinn að taka hann.“ „Hvaða minkur?“ spurði ég i barnslegu sakleysi. Þetta hefði ég víst ekki átt að segja, því að nú varð hann alveg brjálaður. Hann réðst á mig, en ég varðist af öllum mætti. Það voru vegagerðarmenn, sem skildu okkur. Ég tók strætisvagn heim, og á leiðinni sór ég þess dýran eið, að fara aldrei í veiðitúr framar. '• . * " A.: — Eruð bér nokkuð skijldur Eyjólfi Eyjólfssyni? E.: — Ég er Eyjólfur Eyjólfsson. A.: — Þarna kemur það, ég sé, að þið eruð bara töluvert svipaðir. Geir Stefánsson & Co. h.f. Umboðs- og heildverzlun Austurstræti i Reykjavík Sími 1999. Vefn o ðarvörur Sliófatnaður Um b úðap appír Þjóðfræg vörumerki Tip Top-þvottaduft M ána-stangasápa Paloma — óviðjafnanleg handsápa. i

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.