Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.06.1944, Blaðsíða 32
28 SAMTÍÐIN Bókarfregn Árnesinga saga I. Náttúrulýsing Árnessýslu; fyrri hluti. Ritstjóri Guðni Jónsson. Á RNESINGAFÉLAGIÐ í Reykja- vík er að hefja iitgáfu mjög vandaðrar héraðssögu Árnesþings. Rit þetta verður í mörgum bindum og ritað af hinum hæfustu mönnum. Það fjallar eigi einungis um sögu Ár- nesinga, heldur er rakin sköpunar- saga héraðsins eins og færustu jarð- fræðingar lesa hana úr landslagi og jarðlögum. Fyrsta bindi rits þessa fjallar um jarðsögu héraðsins, gróður og lýs- ingar á einstökum sveitum og merk- um stöðum. Fyrri hluti þess bindis er kominn út, og rita bann þeir Guð- mundur Kjartansson jarðfræðingur og Steindór Steindórsson, mennta- skólakennari frá Hlöðum. Um jarð- fræði landsins hefur beldur fátt að- gengilegt verið ritað, síðan Þorvald Thoroddsen leið. Rók þessi er að öllu liin vandaðasta og aðgengilegasta og veitir eigi aðeins fræðslu um myndun Árnesþings, heldur myndun Islands i heild. I bókinni eru yfirlits- kaflar um undirstöðuatriði jarð- fræðinnar, svo að þeir, sem eigi hafa kynnt sér slík efni, geta notið bókar- innar til fulls. Bókin er prýdd fjölda mynda og uppdrátta til skýringar efninu, svo að hún er hin glæsileg- asta að öllum búningi og eina alþýð- lega ritið, sem við eigum nú um þetta efni. Guðmundur Kjartansson er ungur og efnilegur jarðfræðingur, ættaður frá Hruna í Hrunamannahreppi. Vinnuskilyrðin tryggja yður ffFíjófa og- góða vínnu. Þau eru bezt í rafmagnsfaginu á Vesturgötu 3. Bræöurnir Ormsson PlROLA snyrtivöruverksmiðja h/f Hafnarhvoli. — Sími 2575.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.