Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 rekinn úr skólanum fyrir að rita bækling, sem líklega myndi ekki hneyksla marga nú á dögum. Það getur ekki hjá þvi farið, að meiri alvörublær hvilir yfir öllu stúdentalífi nú en á friðartímum. Þótt matur og drykkur séu af skornari skammti nú en áður, má fullvrða, að sú andlega fæða, sem er stúdentum í té látin, sé í engu lakari en áður. Allir stúdentar verða að fara i stríðið eftir eins árs nám, nema læknastúdentar og aðrir, sem nema tekniskar námsgreinar. Það er mikill misskilningur, að háskólar þessir séu aðeins fyrir fáa útvalda, og í litlu líf- rænu samband við þjóðina. Þetta kann að hafa verið svo fyrir 100 árum. En nú stunda nám í Oxford og Cambridge stúdentar af öllum stéttum. Um 50% af stúdentum lifa af styrkjum, sem þeim eru veittir fyrir dugnað og framfarir i náminu. Allir geta því orðið aðnjótandi hinnar beztu fræðslu, sem völ er á, ef þeir hafa nægilegar gáfur og áhuga. Fyrir stríð var það algengt fyrirbrigði, að ríkismanna synir fóru til Oxford meira til að skemmta sér og fá þann stimpil, sem nám við slikan skóla veitir, lieldur en til þess að ná prófi. En óhætt mun að fullyrða, að sú manntegund er nú útdauð, því að í Oxford er nú unnið ósleitilega á öll- um sviðum, og hin aukna ábyrgðar- tilfinning, sem einkennir brezku þjóðina á þessum tímum, gjörir líka mjög vart við sig í háskólanum í Ox- ford. Báðir þessir háskólabæir eru í mjög fögi’u umhverfi. Cambridge mun vera öllu heppilegri staður til náms, þvi að þar er færra, sem glepur, heldur en i Oxford, sem á seinni árum er að fá á sig stórborgarbrag. Stúdentabyggingarnar eru flestar mjög gamlar, frá 14. og 15. öld, og eru allar forkunnar fagrar frá byggingar- legu sjónarmiði og setja svip sinn á bæina, en það mun þó ekki vera aðal- ástæðan til þess, að bæir þessir verða öllum þeim, sem þar búa, ógleyman- legir. í rauninni er erfitt að segja, í hverju töfrar þeirra eru fólgnir. Gömul hús frá 13. öld, örmjóar göt- ur, kirkjur og kapellur í öllum bygg- ingarstílum, bókabúðir og ævagaml- ar ölstofur, súlnagöng og gotneskir turnar, er gnæfa við himin og siðast en ekki sízt áin, garðarnir og trén. Allt þetta til samans skapar það and- rúmsloft, sem maður skynjar ekki þegar við fyrstu kynningu, en verður mönnum því kærara sem dvölin er lengri. Kennari (við nýjan lærisvein): — Hvað heitir þú, drengur minn? Drengurinn: — Jón Sveinsson. Kennarinn: — Þú átt alltaf að segja herra, þegar þú ávarpar kenn- ara þinn. Drengurinn: — Ég heiti herra Jón Sveinsson. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGGINGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykjavík. Sími 3569. Póstbólf 1013.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.