Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN ]jví atliygli, að „liðþjálfinn“ er farinn að renna liýru auga til feitlaginnar kerlingar, sem situr við stóra glugg- ann og þjórar boköl. „Liðþjálfinn“ hefur sama smekk fyrir kvenfólki og súpukjöti, hann vill hafa það vel feitt. Kerlingin er gáluleg og sýnist til í tuskið. Hún ranghvolfir framan í hann tileygðum augunum, og liennar þykku negravarir hrosa til hans, svo að það skín í fáeinar módökkar brenglur. „Liðþjálfinn“ nýtur lífsins. Ég ávarpa hann, en hann svarar út í hött og heldur áfram að gera gælur við þá gömlu, með augunum. Lítið er ungs manns gaman. Svo kemur hið sorglega augnablik. Flaskan er tóm. Ég veit ekkert ömurlegra en tóma flösku. „Liðþjálfinn“ hefur liaft lag á því, að torga rúmlega bróður- partinum, og það er ekki laust við, að ég sjái breytingu á honum. Ef til vill hefur hann verið búinn að fá eitthvað, áður en við hittumst. Ég kvíði því, að hann fari að tala um sína fráskildu eiginkonu; hann á vanda til þess, þegar hann er kominn á vissa bylgju- lengd. Til þess að forðast þann liáska, færi ég það í tal, hvort ekki væri reynandi að slá Karl um aðra flösku út á úrið mitt. „Liðþjálfinn“ tekur þvi fjarri; hann liorfir á mig með takmarkalausri fyrirlitningu og segir: „Við megum ekki gleyma því, að yið erum gentlemenn, og svo borgar sig aldrei að vera of frekur. Þess ut- an er úrið lielvítis hjallur“. Mér sárnar, að hann skuli- fara niðrandi orðum um úrið, þvi að þetta er fermingarúrið mitt. Þó læt ég á engu bera. Sú gamla gefur Karli bendingu, og liún greiðir reikning sinn með fimmtíu króna seðli. Hún fær til baka, stendur upp og fer. Á leið sinni út horfir hún á „liðþjálf- ann“ örvandi augum, og liann iðar í skinninu. Hvílíkur smekkur á báða bóga. Eftir brottför bennar er „lið- þjálfinn“ eirðarlaus og afundinn. Skömmu seinna hefur hann orð á því, að hann hafi lofað að hitta mann um níuleytið. Ég les lýgina út úr aug- um hans. Hann biður ín'ig afsökunar, stendur á fætur og tekur liatt sinn. Hann kinkar til mín kolli i kveðju- skyni, en ég get ekki á mér setið og segi: „Ég bið að beilsa þeirri aldur- hnignu“. Það kemur á hann, og hann hvess- ir á mig reiðilogandi augun: „Hvað meinarðu? Hverri?“ „Kartöflumóðurinni“, segi ég. Hann rýkur á dyr. Ég get ekki stillt mig um að reka upp skellihlátur. Þetta er ábyggilega sá lang-bezti kartöflubrandari, sem ég lief nokkurn tima sagt. Ég er í þriggja stjörnu skapi. Næst þegar Karl fer framhjá borðinu minu, kalla ég á hann. Ég fer þess á leit við hann, að hann látf mig fá hálfflösku af madeira út á úr- ið, til viðbótar. Hann tekur þvi vel; hann hefur ekki gleymt þeim vin- gjarnlegu orðum, sem ég lét honum í té í kvöld. Eftir stutta stund er flask- an komin á borðið hjá mér. Nú g'leð- ur það mig, hvað ég hef borðað litið í dag, því að áfengi hefur meiri áhrif, ef maður er liungraður fyrir. Ég dreypi á víninu, og hamingjan tekur mig í fang sér.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.