Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 19
SAMTlÐIN 15 HALLDÓR STEFÁNSSON forstjóri: Sjálfvirk t TÍMARITUM 1 og blöðum hefur nýlega ver- ið sagt frá ýms- um nýfundnum efnum eðá efna- blöndum (lyf j- um), er að miklu haldi koma til að fyrirbyggja eða lækna sjúk- dóma. Af þess- um lyfjum er svonefnt pencillin fjölvirkast og áhrifamest. Fundur þessa efnis — eins og margra annarra — varð af tilviljun. Enskur sýklafræðingur, prófessor Alexander Fleming, var að fást við ræktun sýkla í kjötseyði. Þá vildi bað til, eitt sinn sem oftar, að mygla (myglusveppur) komst í eitt af til- raunaglösunum. Yenjan er að fleygja innihaldi slíkra glasa. En áður en það væri gjört, veitti Fleming því athygli, að sýldarnir, sem verið var að rækta, voru engir i nánd við mygluna. Þegar nánar var athugað, sázt, að gulleitt vökvalag var undir mygluskáninni. Hvorki í myglunni sjálfri né í þessu gula vökvalagi fundust sýklar. Hálfur anuar áratugur er síðan Fleming birti þessar athuganir sínar. Um hálfan annan áratug hefur það tekið vísindin, að reyna þessa nýjung og draga af henni rökréttar, hag- rænar ályktanir. — Niðurstaðan er þessi: lyfjagerð Myglusveppurinn myndar efni, sem ýmsum sýklum er banvænt eitur, en er óskaðlegt mönnum. Aðeins örlítið þarf af því til að bana sýklunum. Efni þetta, eða lyf, hefur verið nefnt hinu vísindalega heiti myglanna, penicillin. Af nefndum eiginleika eða efna- mvndum myglunnar og verkun efna- gerðar henar á sýklana, en ónæmi hennar á menn, leiðir það, að nota má penicillin til að lama eða drepa sýkla, sem valda sjúkdómum i mönnum. — Einföld ályktun, en einkar hagræn. Sagt er, að það hafi verið græn- mygla, sem kom i tilraunaglas Flemings, en til eru margar tegundir af myglu, grænmygla, grámygla o. m. fl. Ekki er líklegt, að aðeins ein tegundin sé sýklunum banvæn, en aðrar óskaðvænar, enda hvergi fram tekið í þeim frásögnum af penicillin, sem ég lief séð. MYGLA ER alkunn og hefur ver- ið illa þokkuð við matgeymslu, hklega ekki sízt liér á landi, þar sem ýmis matvæli hafa verið ærið lang- geymd, og geymsluhúsin oft og tið- um réttnefnd myglustíur. — Þarf því ekki að lýsa. Einkum liefur myglusveppu ri nn verið þrásækinn í skyrsái og sýruker. — Mjólkursýra og kornsýra virðast vera livor um sig sjálfgerðir næringarvökvar fyrir myglusveppinn. Út frá hinni nýfengnu vitneskju Halldór Stefánsson

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.