Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 21
SAMTtÐIN 17 HERBERT L. MATTHEWS: Er Gandhi heilagur — eða hræsnari? T M GANDHI ríkja mjög skiptar ^ skoðanir. Hann er ýmist álit- inn einlægur ættjarðarvinur, er berst fórnfúsri baráttu fyrir föðurland sitt, eða fordildarfullur loddari. Hindúar álíta Gandhi andlegan leiðtoga sinn. í augum þeirra er barátta bans sigur- strangleg réttlætisbarátta hins þroskaleitandi manns. Þeir telja liann iielgan mann, sem sætir fólskulegum ofsóknum. Bretar sjá aftur á móti fátt heilagt í fari Gandhis. Hann er þeim hættu- legur stjórnmálamaður, og baráttu- aðferðir iians finnast þeim engum sæmilegum manni samboðnar. Indverjar eru mjög trúhneigð þjóð; sökum þess liafa kennimenn mikil völd yfir liugum manna þar í landi. En kennimennirnir eru sneydd- ir áliuga i stjórnmálum og leyfa sér að nefna Gandhi stjórnmálahræsn- ara. Gandbi þekkir heimafólk sitt og veit, hve trúmálin eru snar þáttur í lifi þess. Hann notar þau þess vegna sem tæki í stjórnmálabaráttu sinni. Eitt sinn ritaði hann: „Stjórnmál án trúarbragða eru fálm; þau öðlast fyrst lífræna fylld í þjónustu trúar- innar.“ Vestrænum mönnum finnst stjórn- málabarátta vera óguðleg á slíkum grundvelli og fyrirlita liana. Gandhi hefur þess vegna einkaleyfi á bar- áttuaðferðum sínum, og er það all- afdrifaríkt. Daglegt líf Gandhis er óbrotið og flekklaust. I fari hans er eðlileg alúð og góðlátleg kímni, sem laðar að hon- um unga og gamla. Hann hrærir vini sina, er hann fastar, með nærgætni og hugsunarsemi um heimilisástæð- ur þeirra. Gandhi trúir á heilagleik alls, sem lifir. Á þeirri trú byggíst hin djarfa barátta bans gegn bannhelginni: „Ef ég yi'ði endurborinn,“ sagði liann eilt sinn, „vildi ég, að ég fæddist með- al bannhelgra, svo að ég geti leilazt við að frelsa sjálfan mig og þá úr þessu evmdarástandi.“ Árið 1932 fastaði Gandhi lil þess að hindra, að Bretar veittu hinum undirokuðu stéttum kosningarrétt og skildi þær þannig stjórnmálalega frá samfélagi við Hindúa. í stjórnmálunum er bin göfugasta viðleitni oft rangfærð. Þannig ásaka skeleggir andstæðingar hans meðal undirokuðu stéttanna hann um, að hann hindri frelsi þeirra til þess að tiyggja völd Hindúa. Sama varð uppi á teningnum, er hann barðist fyrir bandalagi Hindúa og Múhammeðslrúarmanna. Hann fastaði þá í 21 dag til þess að setja hina almennu deilu niður, en þver- höfðar úr báðum flokkum ásökuðu hann um að sækjast einungis eftir bandalagi, sem væri Kongressflokkn- um i vil. Gandhi hefur andstyggð á ofbeldi. Hindúar segja, að þar fylgi hann

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.