Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN kenningu Krists. Bretar segja aftur á móti, að Kristur hafi eigi boðað kenningar sínar í pólitiskum tilgangi og benda á, hvaSa afleiSingar friSar- stefna bans mundi hafa fyrir heim- inn eins og sakir standa. Gandhi seg- ir Kínverjum, aS þa3 sé ósamboSiS 400 miljóna þjóð með menningu þeirra að grípa til japanskra aðferða til þess að hrinda árásum Japana af höndum sér. Hann hugðist fara til Kina og flytja þar boðskap sinn, en Kínverjar neiluðu honum um land- vist. Árið 1939 var Gandlii mjög fylgjandi algjörðri afvopnun meðal lýðræðisþjóðanna. „Ég er viss um, að það mundi opna augu Hitlers og af- vopna hann,“ sagði hann þá. Gandhi er mjög kreddufastur. Eitt meginatriði í siðferði Hindúa er verndun kúnna. Hann skrifaði eitt snn: „Verndun kúnna er eitt hið dá- samlegasta fyrirbrigði í þróun mann- lífsins. Kýrin er tjáning meðaumk- unarinnar. Hún er sem móðir millj- óna Indverja. Verndun hennar er verndun alls liins málhalta sköpun- arverks drottins.“ Meðferð Indverja á kúnum er Gandlii stöðug hneykslunarhella. Indverjar þykkjast eigi við liann af þeim sökum. Þeim finnst þar einung- is kenna hreinskilni af hans liálfu. Hann hyggst að sannfæra heiminn um það með aðstoð Indverja, að kýr- in sé heilög og þess vegna heri að sýna henni sérstaka umönnun. Er Gandhi flytur fagnaðarboðskap um slíka dýraverndun í þorpum og borgum, reyna áheyrendurnir að gera honum til hæfis, en boðskapurinn gleymist fljótt, þegar hann er farinn. Ævisöguritari Gandhis og vinur, C. F. Andrews, ritaði eitt sinn um „hið milda einræði dýrlingsins“. Jamna- das Metha, foringi sambands járn- brautarverkamanna, fórust þannig orð: „Gandhi veitir fylgifiskum sín- um fullt málfrelsi, en sviptir þá at- hafnafrelsinu. Enginn þarf að hugsa sér að komast til metorða, meðan Kongressflokkurinn ræður, án stuðn- ings Gandhis. Þeim, sem sækjast eft- ir pólitískum völdum, finnst sjálf- sagt að leita til hans. Ég efast um, að völd Gandhis séu til hagsbóta fyr- ir Indland. Hann liefur ráð 400.000.000 manna í hendi sér.“ Gandhi álítur ætíð sannfæringu sina óskeikula, og fylgismenn hans hlýða honum skilyrðislaust. And- stæðingar hans efast aftur á móti hæði um innblástur hans og einlægni. Meðal Breta er algengt, að Gandhi sé álitinn slyngur Hrappur, fordild- arfullur hræsnari, sem notar tangar- liald sitt á lýðnum til þess að frægja sjálfan sig og Ivongressflokkinn. Hindúar liylla hann, af þvi að þeir telja hann helgan, en hvorki sökum sigra hans í stjórnmálum né þess, að honum hafi öðrum fremur tekizt að vekja þjóðernisvitund Indverja og þoka þeim áleiðis til sjálfstæðis. Sannleikurinn liggur venjulega á milli öfganna. Hjá Gandhi munu lestir finnast til mótvægis við það, sem hann hefur efalaust til að bera af hreinum og göfugum dyggðum. Eins og sakir standa, er Gandhi einræðisherra og einvaldur innan Kongressflokksins. Hann er þrándur í götu Pandit Neliru, svo að liann getur eigi unnið Indlandi sem skyldi,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.