Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.07.1944, Blaðsíða 30
26 SAMTÍÐIN „General Motors“. Þar var blindös, og nennti frúin ekki að standa í röð fyrir dyrum úti, eins og allir aðrir urðu að gera. Iiún skipaði manni sinum því að greiða úr þessu vanda- máli á annan liátt. fíann simaði strax til brezka aðalkonsúlsins í New York. Sá símaði til brezka ræðismannsins í Waslúngton. Sá varð að senda brezka utanríkisráðuneytinu í Lond- on skeyti, en það sneri sér aftur til ræðismannsskrifstofu Bandaríkj- anna þar í borg. Hún sendi skeyti til sýningarstjóra General Motors í New York, sem gerði þegar ráðstafanir til þess, að ráðherrafrúin var sótt og fékk að skoða sýninguna á þeim tíma dags, er hún var lokuð almenn- ingi! Forvitinn náungi (við hermann, sem er að koma frá vigstöðviinum): — Segið þér mér nií i fyllstu ein- lægni, hvað var það hræðilegasta, sem fyrir augun bar í stríðinu, og blessaðir dragið þér ekki af. Stríðsmaðurinn (eftir nokkra um- hugsun): — Ja, það hræðilegasta, sem ég sá, var held ég, svipurinn á liðsforingjanum okkar, þegar rommflaskan brotnaði. Presturinn: — Það gladdi mig að sjá þig á föstuguðsþjónustunni í gær- kvöldi, Eyjólfur minn. Eyjólfur (utan við sig): — Nii, svo það var þá þar, sem ég var i gær- lcvöldi. Segið vinum yðar frá SAMTlÐINNI. Qeir Stefánsson Umboðs- og heildverzlun Austurstræti i Reykjavík Sími 1999. Vefnaðarvörur Slzófatnaður Umbúðapappír Efnalaug Reykjavíkur KEMISK FATAHREINSUN OG LITUN. Laugavegi 34. Reykjavíic. Sími 1300. Simnefni: Efnalaug. LITUN, HREINSUN, GUFUPRESSUN. Elzta og stærsta efnalaug landsins. Sent um allt land gegn póstkröfu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.