Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 10
6 SAMTlÐIN Heilsuhælisfélag Norðurlands. Það félag gekkst fyrir byggingu Krist- nesshælis. Þar á eftir voru svo hyggð liæli í Kópavogi og að Reykjum i Ölfusi. Það var Kvenfélagið Hringur- inn, sem liyggði og rak Kópavogs- Iiælið, en Reykjahælið var ríkisstofn- un. Báðum þessum síðartöldu hæl- um var ællað að verða eins konar hressingár- og vinnuheimili, þólt þau í framkvæmdinni yrðu ein af hinum venjulegu berklahælum. Sú sorglega afturför hefur orðið á þessu sviði, að þessi hæli hafa nú bæði verið lögð niður, Reykjahælið árið 1938 og Kópavogshælið 1910. Þelta stafaði þó ekki af því, að ekki væri þörf fyrir þessar stofnanir. Þau 2 heilsuhæli, sem nú eru starfandi, eru sífellt yfir- full, og fjöldi berklasjúklinga liggur á sjúkrahúsum víðsvegar um landið. í stuttu máli: Yið höfum of fá rúm fyrir berklaveikt fólk. Á sviði berklarannsókna hafa hins vegar orðið stórstígar framfarir hér á landi, síðan berklayfirlæknisem- bættið var stofnað fvrir nokkurum árum. Heilsuverndarstöðvar með röntgentækjum (sem fyrst og fremst eru berklavarnarstöðvar) eru nú starfandi í öllum stærri bæjum lands- ins. Þar eru framkvæmdar berkla- rannsóknir (röntgenrannsóknir) og auk þess ferðast berklayfirlæknir ár- lega um landið og skoðar fólk. Það liggur í hlutarins eðli, að slíkar rann- sóknir hefta mjög úthreiðslu veik- innar og lækka tölu þeirra, sem úr berklum deyja, þar eð meiri trygging er nú fengin fyrir þvi, að sjúklingur sé einangraður og tekinn til læknis- meðferðar þegar á byrjunarstigi veikinnar. Auk þess má að sjálfsögðu benda á margt fleira, sem gerir það að verkum, að dánartala berkla- sjúklinga fer vfirleitt fækkandi, bæði hér á landi og annars staðar. Má þar !il nefna: batnandi lífsskilyrði al- mennings, aukna fræðslu um heilsu- vernd, aukið hreinlæti, auknar heil- brigðisráðstafanir o. fl. ARIÐ 1938 gerðist atburður, sem að sönnu vakti ekki mikla at- hygli í fyrstu, en er þó líklegur til að verða framvegis talinn tákna eklci ómerk tímamót í sögu berklavarn- anna hér á landi. Fram til þess tíma höfðu ekki aðrir en læknar — og þá fyrst og fremst berklalæknar - látið sig' baráttuna gegn berklunum nokkru skipta. En þetla ár kemur fram á sjónarsviðið nýr aðili. Það eru sjúklingarnir sjálfir. Nokkrir áhugasamir menn, sem á hælunum dvöldust, fóru að brjóta heilann um það, hvort þeir sjálfir og aðrir berklasjúklingar gæti ekki lagt fram eitlhvað af mörkum í baráttunni gegn þessum ægilega óvini mann- kynsins — berklunum. Þeir undu því illa að vera aðeins aðgerðalausir þol- endur. Þeir voru vígreifir og vildu berjast — ekki einungis hinni hljóð- látu baráttu einstaklingsins, sem i stríði stendur við berklana — heldur berjast i skipulögðum félagssamtök- um. Þetta leiddi til þess, að S. í. B. S. var stofnað að Vífilsstöðum 23. okt. 1938. Stefnuskrá sú, sem samþvkkt var á stofnþinginu hefst með þessum orðum: „Samhand ísl. berklasjúkl- inga vinnur að því að koma á al-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.