Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 11
SAMTIÐIN 7 mennum samtökum í landinu, jafnt utan sem innan sjúkrahúsa og liæla, með það höfuðtakmark að útrýma með öjllu berklaveikinni.“ Eins og sjá má af þessu, var tak- markið sett hátt þegar i byrjun. Það var og er hvorki meira né minna en alger útrýming berklaveikinnar. Enginn má þó skilja þetta á þann veg, að S. í. B. S. sé einu ætlað að leysa þetta þrekvirki af höndum. Auðvitað hefur læknastéttin forystu á þessu sviði sem og öðrum, er við- koma heilbrigðismálum þjóðarinnar, en S. í. B. S. telur litla von um, að fullur sigur náist í þessu máli, ef meginhluti þjóðarinnar lætur sér ekki skiljast, hve mikilvæg hún er, baráttan gegn berklunum, og tekur á einhvern bátt virkan þátt í þessu. — S. í. B. S. liefur valið sér það lilut- verk að glæða á allan hátt virka þátt- töku almennings í baráttunni gegn herklunum og skipuleggja félagsskap í því skyni, og þá fyrst og fremst meðal þeirra, sem eru, eða bafa ver- ið, berklaveikir, enda er reyndin sú, eins og að líkum lætur, að þar er á- huginn mestur á þessum málum. Læknastéttin hefur tekið þessum samtökum vel og ríkir gagnkvæmur skilningur milli hennar og S. í. B. S. Eins og alkunnugt er, mun enginn sjúkdómur jafngjarn á að taka sig upp aftur og herklaruir. Það er þvi síður en svo, að sjúklingur, sem brautskráður er af heilsubæli, geti litið svo á, að hann sé þar með laus við veikina. Miklu frekar má segja, að hann sé í raun og veru aldrei ör- uggur fyrir henni. Seni betur fer, eru þeir margir, sem yfirstíga berklana að fullu og öllu, þótt þeir ef lil vill l)eri þeirra minjar að einhverju levti. Hitt er þó alltof algengt, að fólk, sem brautskráð er af bælunum, veikist aftur eflir nokkurn tíma og er þá seinna tilfellið venjulega verra hinu fyrra. Það, sem brautryðjendum og að- alstofnendum S. í. B. S. lá einna þyngst á hjarta, var einmitt þetta mikla vandamál: llvað á að gera til að sporna við því, að það, sem byggt er upp með hælisvistinni, hrynji til grunna, stundum á örstuttum tíma, þegar út af hælunum kemur? Þeir þekktu margir af eigin revnd þá örð- ugleika, sem mæta flestum efnalitl- um sjúklingum, sem útskrifast af heilsuhælunum: Erfið og óholl vinna, atvinnuleysi og illúr aðbúnaður, hræðsla almennings við að umgang- ast þetla fólk, hafa það i húsuni sín- um eða á vinnustöðvum o. s. frv. (Þetta síðasttalda hefur þó batnað mikið á síðari árum vegna aukinnar fræðslu um þessa liluti). Það var því þegar á fvrsta ári S. 1. B. S. ákveðið, að kröftum samtak- anna skyldi fyrst um sinn einbeitt að því hlutverki að koma á fót vinnu- heimili fyrir herldaveikt fólk, sem náð hefur þeim hata og vinnuorku, að því er ekki nauðsvnlegt að dvelj- asl á venjulegu heilsuhæli. Siðan hafa fjáraflanir farið fram í þessu skyni eftir ýmsum leiðum og borið hinn bezla árangur. Vinsældir S. í. B. S. liafa farið vaxandi ár frá ári, og sið- astliðinn vetur sýndi Alþingi sam- bandinu þá velvild og þann skilning á starfsemi þess að samþvkkja lög, sem heimila mönnum að draga gjaf-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.