Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 17
SAMTlÐIN 13 vinnulífinu liafa þannig oft orðið óhjákvæmileg, hefur orðið hugarfars- breyting í þá átt, að vaxandi afskipti eru einnig talin æskileg. ])ótt slíkum knýjandi ástæðum, sem þeim að af- stýra viðtækum vinnustöðvunum, sé ekki til að dreifa. Opinbert eftirlit og jafnvel opinber rekstur hefur rutt sér til rúms á hverju sviði atvinnu- lífsins á fætur öðru. Hvers konar áhrif er nú líklegt, að þessi aukni verkahringur löggjafar- valdsins hafi á framtíð lýðræðisins? Það er ekki nokkur vafi á því, að þróun þessi er lýðræðinu mjög óliag- stæð, svo óhagstæð, að ekki verður annað séð, en að hún stofni tilveru þess i alvarlega hættu. Málefni þau, sem vegna vaxandi ihlutunar rikis- valdsins af atvinnulífinu Iiafa sraám saman orðið aðalviðfangsefni lög- gjafarþinganna, eru þannig vaxin, að erfitt er að leysa þau á lýðræðis- grundvelli. Tökum l. d. kaupgjalds- og verðlagsmál. Ef aðilar ekki annað hvort ná samkomulagi sjálfir eða beýgja sig af fúsum vilja undir úr- skurð þeirra opinberu aðila, sem málamiðlun er falin. er ekki nema tvennt fyrir hendi: annaðhvort stöðv- ast rekstur þjóðarbúsins, eða beita verður lögreglu- eða hervaldi til þess að fá aðila til þess að hlíta þeim kjör- um, sem hið opinbera ákveður. Akvarðanir um hagræn („ökono- misk“) málefni, eru aðeins innan þröngra takmarka til þess fallnar að leysast á þingræðislegan hátt, og þar sem hið opinbera hefur liafið af- skipti af þessum má.lum, t. d. á þann hátt að taka sjálft að sér einhvern atvinnurekstur, eru venjulegar ákvarðanir, er reksturinn snerta, ekki teknar af þinginu, heldur af þar til skipuðum embættismönnum, sem fá eins konar einræðisvald í þessum málum. Dæmi úr stjórnmálasögu okkar Islendinga myndi e. t. v. skýra nánar það, sem hér hefiir verið sagt. Mönn- um getur vart blandazt bugur um, að lýðræðið var betur í „essi“ sínu fvrir 3—4 áratúgum, þegar landsmenn skiptust i flokka um sambandsmálið, heldur en nú, þegar dýrtíðar- og verð- lagsmálin eru orðin aðaldeilumál þingsins. Heimastjórnarmenn og Sjálfstæðismenn háðu t. d. hatramm- ar deilur á pólitískum vettvangi. En hvorugum aðila datt í hug að beita þeim vopnum í baráttunni, að skora á fylgismenn sína að leggja niður störf sín í þágu þjóðfélagsins, ef þeir fengju ekki málum sinum fram- gengt. Sama máli gegndi t. d. þegar deilt var um kjördæmamálið, skipan bæstaréttar o. s. frv. Alll öðru máli gegnir nú, þegar dýrtíðarmálin eru orðin efst á baugi. Ef verkamenn fá ekki nógu hátt kaup, útgerðarmenn og iðnrekendur ekki nægan gróða og bændur ekki nógu bátt afurðaverð, hótar Iiver að- ilinn um sig að leggja niður störf sin í þágu þjóðfélagsins. Ef í odda skerst, virðast aðeins tveir kostir fyrir hendi, hjól atvinnulífsins stöðvast með þar- afleiðandi fjárliagsöngþveiti, eða beita verður einræðislegum aðferð- um til þess að koma því í gang. Öllum ætti að vera ljóst, hver hætta er hér á ferðum fyrir lýðræðið og þingræðið. í framhaldsgrein verð- ur nánar rædd sú spurning, seni

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.