Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN SIGURÐUR SKÚLASON: Nýtt menningartímabil mun nú hefjast IRÆÐU, séni forseti íslands, lierra Sveinn Björnsson, flutti við opnun sýningar islenzkra niynd- listarmanna í Reykjavik 3. april 1943, komst liann m. a. þannig að orði: „Við Íslendingar teljum okkur vera menningarþjóð. Við viljum vera það. Og okkur þykir vænt um það, ef aðrir líta þeim augum á okk- ur......Mér finnst tilefni til þess að fagna þessari sýningu af fleirum en einni ástæðum. .... Sýning sem þessi bætir hér nokkuð úr skák, þótt hún sé opin aðeins stuttan tima. Eina fullnægjandi úrbótin væri gott safnhús, sem opið sé allt árið. (Let- urhreyting vor)......Fyrir meir en tveim áratugum dvaldi ég um tíma í Madrid á Spáni. Ég bjó í nágrenni við Prado-listasafnið, sem ýmsir telja meðal dýrmætustu listasafna heims. Ég varði allmörgum tómstundum í listasafni þessu. Þar var oft margt um manninn, fólk á öllum aldri, af öllum stéttum og mörgmn þjóðern- um. Menn gengu þar um, stóðu og sátu hljóðir og liátíðlegir eins og í kirkju. Töluðu saman lágum rómi og dáðust að listaverkunum, hver af sínu viti og hver af sínum smekk. Ég liefi sjaldan átt kost á að finna jafn átakanlega og i Prado-safninu, hve mikill er menningarmáttur mynd- listarinnar fyrir allan almenning, ef hann á kost á að kynnast henni við góðar kringumstæður. Að virða fyrir sér í ró og næði í þessu kyrrláta og hátíðlega andrúmslofti, ýms lista- verk, opnaði manni nýjan heim. Lik áhrif kannast sjálfsagt margir við, sem hafa átt þess kost að skoða list- sýningar eða listasöfn erlendis. Það er von mín og ósk, að sýning þessi megi verða sem flestum þeirra, sem fá kost á að sjá hana þann tak- markaða tíma, sem liún verður opin, menningarlind af þvi tagi, sem ég hefi stiklað á. Og að hún megi eiga sinn þátt í því að hrinda i framkvæmd liugsjóninni um myndlistasafn í Rcvkjavík, sem ekki má dragast of lengi, ef við eigum að verðskulda að teljast menningarþjóð í ekki alltof þröngum skilningi. Fyrr en slíkt safn cr komið upp, fær almenningur ekki nægilegt tækifæri til að svala þorsta sínum úr þessari tæru lind.“ Framanskráðar setningar úr hinni athygliverðu og tímabæru ræðu for- setans eru birtar hér með góðfúslegu leyfi lians. Þær sýna glöggt lmg hans til íslenzkrar listarstarfsemi og skiln- ing Iians á því, hvilíkur menningar- auki væri að veglegu myndlistarsafni í Revkjavík. — Þegar við komum til erlendra stórborga, verður okkur það venjulega fyrst fyrir, að við skoðum listasöfn þeirra. Ég átti því láni að fagna sumárið 1928 að skoða helztu listasöfn i nokkrum ítölskum, sviss- neskum og þýzkum stórborgum, og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.