Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 21
SAMTOIN 17 eru mér þær stundir ógleymanlegar. Á sumum þessara safna naut ég handleiðslu sérfróðra manna. En listasafn verður ekki skoðað að veru- legu gagni á fáum klukkustundum af ófróðum leikmanni. Hann þarf að koma þangað oft. Honum er hollt að leita þangað á miklum alvörustund- um iífs sins og einnig á gleðistund- um. Þá munu sömu listaverkin sífellt opinberast lionum i nýju ljósi. Eu slíkt ei' örðugt, nema menn séu ]jú- settir í nánd við safnið. Það er mikið og torsótt verk að kynna sér stórt og gott listasafn til auðinnar ldítar. En fált borgar sig betur i andlegum skilningi. Slíkt safn er eins konar musteri. Þar ríkir þögn, sem liefur geysimikil ábrif á flesta menn. Og af miklum listaverkum í mvndlistasafni stafar eins konar göfgandi birtu á áborfendurna. Áhrifin af myndunum fara eldi um sálir þeirra. Það getur tekið okkur langa stund að skoða aðeins eitt listaverk. Og þá fyrst njótum við þess til hlítar, ef við skoðum það bæfilega oft. Við getum notað það sem eins konar prófstein á þroska okkar jafnframt því, sem gamlar og dýrmætar minningar í sambandi við fyrri kynni af þvi rifi- ast oft upp frammi fyrir því. Það var mikil gleðifregn. er ís- lenzka þjóðin lieyrði, að fjórir al- þingismenn, sinn af bverjum stjórn- málaflokki, liefðu á júníþinginu í ár flutt eftirfarandi þingsályktunartil- lögu, er var samþykkt: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inní að leggja fyrir af rikisfé 3 millj- ónir króna til þess að reisa hús fyrir Þjóðminjasafnið (sic !) og' að hefjast þegar lianda um undirbúning bvgg- ingarinnar“. Þó að bér sé alls ekki minnzt á lislasafn sérstaklega, mun mega á- líta, að listaverk í eigu íslenzka rík- isins, eigi að öðlast samastað undir þaki þessa fvrirhugaða liúss. Nú má telja það álitamál, bvort beppilegt sé að varðveita þjóðminjar vorar, er varðveittar liafa verið á þakbæð Landsbókasafnsins, og myndlista- verk í sama liúsi. En að sjálfsögðu færi vel á því, að söfn okkar væru bvert nálægt öðru. Slíkt væri a. m. k. ferðafólki bagræði. Er vonandi, að ekki verði rasað fyrir ráð fram um byggingu bins væntanlega Þjóðminja- safns, því að það mun eiga að teljasl eitt fyrsta afrek liins endurreista lýð- veldis í þágu íslenzkrar menningar. Höfuðborg íslands vanbagar sannar- lega um fögur stórbýsi, er glatt geli augað og vakið virðingarkennd borg- aranna. Við skulum þrátt fyrir allt vona, að væntanlegt Þjóðminjasafn, er vafalaust mun kosta miklu meira en 3 milljónir, megi sóma sér vel í liinni ungu böfuðborg í langri fram- tíð og að það verði virt núlifandi fslendingum til maklegs stórbuga, en ekki vanvirðu síðar meir. f sölum þessa húss mun íslenzk myndlist öðlast bæli. Þangað munu menn leita í tómstunduin sínum sér til gagns og gleði. Þangað mun skóla- æska landsins streyma og öðlast ný viðborf, er voru ókunn þeirri æsku, er ólst upp við bárujárn, göturvk, „saltlykt og tjöruangan“. En til þessa safns þvrfti auk íslenzkra listaverka að afla góðra eftirmynda af frægum erlendum listaverkum, ekki sízt vegna

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.