Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 22
18 SAMTlÐIN allra þeirra mörgn íslendinga, seni aldrei mundu eiga þess kost a‘ð sjá fruininyndir þeirra. I sambandi við bvggingu bins fyrsta listasafns islenzka ríkisins kemur margt til greina, sem nauðsvnlegt er, að atbugað sé gaumgæfilega, áður en framkvæmdir liefjast. Hér er um slikt stórmál að ræða, að vissast er, að þjóðin óskipt revni að fvlgjast með öllum aðgerðum, er það varða; við annað er blátt áfram ekki unandi. Enda eiga framkvænidir slikra stór- mála bvorki að vera sérmál neins einstaklings né fámennra nefnda, er fjalli um þau aðhaldslaust og ger- samlega eftir eigin vild, rétt eins og um einkafyrirtæld þeirra væri að ræða. Slíkt hæfir ekki lýðræðisþjóð. En ef framkvæmdir í þessu máli tak- ast giftusamlega, mun bygging safnahússins marka verulegan áfanga i menningarbaráttu íslendinga. Ritað 1. júlí 1944. T ENGSTA ÁSTARBRÉF, sem ' sögur fara af, er lil sýnis i British Museum í London. Það er frá einum af hirðniönnum Elisabetar Englandsdrottningar til ástvinu bans og nemur 400 þéttskrifuðum síðum. í því eru 410.000 orð og mun láta nærri, að það sé 5—ö sinnum lengra en venjuleg 300 blaðsíðna skáldsaga. Þeir, sem nota sápuna, einu sinni, nota hana aftur. A‘ 16. ÖLD var vegna aygilegs barnadauða meðalmannsævi 20 ár. Við byrjun þessarar aldar var mannsævin komin upp í 30 ár, og nú telja menn liana 62 ár, ef ekki er miðað við mannfall í styrjöldum. P YRIR NOKKRUM árum skipaði meira liátlar verztunarfyrirtæki í New York öllum sölumönnum sín- um að fara til fundar við frægan leik bússtjóra þar í borg, Jay B. Iden að nafni, og álti bann að kenna hverj- um einum að Itrosa. Ymsir af sölu- mönnunum béldu, að þeir kynnu að brosa, en Iden komst þegar að þeirri niðurslöðu, að svo var ekki. Ilann skipaði þeim nú að brosa eins inni- lega og þeir gætu og gerði síðan ótal athugasemdir við svipbrigði þeirra. Meðal annars sagði bann ftestum þeirra, að það, sem þeir kölluðu bros, væri ekkert annað en upjtgerð. Ósvikið bros, sagði Jay B. Iden, — er í þvi fólgið, að augun ljóma af fögn- uði. F.n uppgerðarbros leikur aðeins um munninn, og augun eru þá oft hörð og beinlínis óvingjarnleg. Eftir bálfsmánaðar nám bjá Jay B. Iden útskrifuðust sölumennirnir, og eftir 3 mánuði bafði sala verzlunar- fyrirtækisins aukizt um 15r/ . Svo er talið, að ýmsir beztu sölumenn og leikarar og frægustu stjórnmálamenn hafi tímunum saman æft sig í að brosa fyrir framan spegil. Rýrðu ekki réttinn hjá reiðaranum pínum. Hann má líka auðgast á innkaupunum mínum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.