Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.09.1944, Blaðsíða 29
SAMTIÐIN 25 ast margir hlutir hér á landi. Nýjar greinar bókmennta verða til, aðrar liverfa og enn aðrar vakna af dvala. Einar var liöfuðskáld á síðara hluta þessa timabils. Koma hans til Ausl- fjarða varð til þess, að þar liófst kveðskaparöld mikil, en áður höfðu farið litlar sögur af skáldum austur þar. Sumir afkomendur Einars urðu merk skáld svo sem Ólafur Einars- son og Stefán Ólafsson i Vallanesi. Skáldskapur hinna aiístfirzku skálda var með nokkuð sérstökum blæ, sem liélzt allt til Páls Ólafssonar. Páll Ólafsson var talandi skáld. Leikni hans með mál og rím er svo einstæð, að honum virðist hafa hlotið að vera eðlilegra að tala í bundnu mál en óbundnu. Þessi leikandi lip- urð i máli og kveðandi, vorhugurinn og hnyttnin hafa gert Pál að þjóð- skáldi, þótt yrkisefnin séu ekki lang- sótt né stórbrotin. Hann kveður um hin hversdagslegu fyrirbæri, og alls staðar sér hann ást og gleði. Haun vrkir um sólina og vorið, hrísluna og bæjarlækinn, fuglana og árstíðirnar. lilla fossinn, landið sitl og sveitina. hestana sína, Bakkus, vin sinn, kunn- ingja sina og sjálfan sig og sérstak- lega eftirminnilega um Ragnhildi, seinni konu sína. Alls staðar er sama hnyttnin og þýðleikinn. Páll var tal- inn orðhákur, ef honum rann í skap,’ en í ádeilum hans og skammakveðl- ingum,er fólgið svo mikið af kímni, að þeir vekja fremur gleði en gremju. Hann endar t. a. m. kvæðið um liarð- indaveturinn 1868—’6í) á þennan hátt: Með ölluiii þínum fjanda fans farðu að moka snjóinn, Netagerð Björns Benediktssonar Reykjavík. Símar 4607 — 1992 Býr til og selur: Snurpunætur — síldarnet — loðnu- nætur — botnvörpur — dragnætur fyrir ýsu, kola og þorsk. — Ennfrem- ír: Kassanætur. — Netakúlupoka. — Tennisnet. — Annast viögerðir og litun á veiðarfærum. Fylgið tízkunni 1944 og klæðizt hlýjurn og smekklegum ullarfatnaði Munið, að beztu og fullkomnustu ullarfötin íáið þið hjá okkur Prjónastofan Hlín Laugavegi 10, Reykjavík Heildsala — Smásala Sími 2779.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.