Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 7
SAHTiOIN Nóvember 1944 Nr. 107 11. árg., 9. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SIÍÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32 EINHVER ORÐHAGUR náungi, sem lík- lega hefur verið kominn á efri ár og þótzt því muna fífil sinn fegri, hefur bú- ið til orðskvið nokkurn, er hljóðar þann- ig: „Heimur versnandi fer.“ Fá spak- mæli(!) hafa orðið vissri tegund sálna hér á landi kærkomnari boðskapur en þessi seíning. Það er vafalaust allt of gætilega að orði komizt, að hún hafi orðið þessum blessuðum svartsýnisálum kjörorð og víg- orð; hún hefur beinlínis orðið þeim trúar- játning. Alveg sérstaklega hef ég orðið áhrifa hennar var í íslenzkum blaðaskrif- um, síðan ég fór að lesa blöð, eða síð- ustu 30 árin, og þá einkum í sambandi við atvinnumálin og afkomu þjóðarinn- ar. Allt kapp er lagt á það, að telja okkur, vesölum almúgamönnum og andlegum þiggjendum og þurfendum, trú urn, að at- vinnuþróunin stefni hér í óhagstæða átt, að smávegis óhöpp séu geigvænleg og að hvers konar hvalrekar og stórhöpp séu aðeins eftir atvikum viðunandi. Þegar stríðið skall á, var ta'lið við búið, að öll sund mundu lokast íslendingum. Eftir siríðið bíður okkar svo auðvitað ekkert annað en kreppa, hrun, alvinnuleysi og hörmungar! — Það má vel vera, að allt þetta berist hingað á komandi árum, en um það getur tæplega nokkur íslending- ur sagt með vissu. Við, sem þetta land byggjum, ráðum frekar litlu um skipun atvinnumálanna í veröldinni á komandi árum, og við höfum margsýnt það, að við höfum yfirleitt hvorki vit á styrjald- armálum né stórpólitík. Hitt virðist okk- ur láta snöggtum betur, að magna á hend- ur sjálfum okkur ýmiss konar glundroða og ráðleysi. Og vel mætti náttúrlega svo fara, að hér heima fyrir yrði skapað full- komið öngþveiti eftir stríðið. En við því fæst engin lækning með því að berja sér sífellt á brjóst og hrópa: Heimur versn- andi fer! Mér verður stundum óglatt, þegar ég sé, að ungir menn eru líka farnir að skrifa um þessa „síðustu og verstu tíma“, sem við lifum á. Ætli orðið „síðustu“ eigi að tákna, að þessir menn hugsi sér að láta innan skamms verða heimsendi? Vonandi verður það aðeins hér á íslandi, sem „Sól tér sortna, sígur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“ Nú vill svo til, að heimurinn hefur ver- ið allægilegur upp á síðkastið; rétt er nú það. En hafa þeir menn, sem alltaf eru að reyna að koma fólki til að trúa því, að heimurinn fari versnandi og að við lif- um á (síðustu og) verstu tímum, aldrei opnað mannkynssöguágrip, sem kennd eru hér í unglingaskólum. Þar minnir mig, að eitthvað sé minnzt á sjö ára stríð, þrjátíu ára stríð og jafnvel hundrað ára stríð. Ekki veit ég til, að neinn sagn- fræðingur vefengi, að þessi stríð hafi átt sér stað, en engan þeirra hef ég séð minn- ast á, að heimurinn hafi að þeim loknum fyrirfarizt né að menning og framfarir hafi þeirra vegna stöðvazt fyrir fullt og allt. Við Islendingar höfum nýlega endur- reist hér lýðveldi með almennum fögnuði og tilh'lýðilegri viðhöfn. Við höfum í þeim cfnum náð merkilegum áfanga, en fram- undan er vafalaust óþrotleg barátta. Þessi barátta er gleðileg og sjálfsögð, ef þjóð- inni auðnast að heyja hana samhuga, þannig að í henni stefni allir að því marki, að varðveita frelsi og sjálfstæði þjóðar- innar. Ýmislegt bendir til þess, að ís- lendingum kunni að verða þessi barátta

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.