Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 11
SAMTlÐIN 7 samþykkt var í París 1855 á fyrsta alþjóðafundi þeirra. Félagið í Rvík var stofnað 1899. Stofnandi ])ess var sr. Friðrik Friðriksson. Hann mark- aði stefriuná og mótaði starfið. Hin bjargfasta trú lians á son Guðs og kærleikurinn til sálnanna eru ein- kenni, sem hafa gert hann óglevm- anlegan. Djörf prédikun, þróttmikl- ir söngvar og glaðlegt viðmót laðaði unga menn og drengi að sr. Friðrik og félaginu. Hvað þýða éftirfarandi orð, sem eitt sinn voru á livers manns vörum í vissum landsfjórðungi hér á landi og mörg hver voru landfleyg? 1. Arinskersla. 2. Að amla. 3. Boddi. 4. Dentur. 5. Gopi. 6. Geirnit. 7. Að gálmast. 8. Hverna. 9. Hór. 10. Að ylgra. Skýringar á þessum orðuni finn- ið þér á hls. 15. Hundar í kirkjum O VO ER TALID, að í þeim lönd- um, þar sem ihúarnir lifa á kvikfjárrækt, sé það víða siður, að þeir liafi hunda sina með sér, er þeir fara í kirkju. Gegnir þá sama máli um prestana; þeir taka einnig hunda sína með sér. í þessu sam- handi er þess getið, að hinn ástsæli, enski hiskup Benson (síðar erki- hiskup i Kantarahorg) var ávallt vanur að hafa lumd sinn með sér í kirkju, og var se])pa ætlað að liggja örskammt frá prédikunarstólnum. Hundur þessi hét Vörður. Eitt sinn mælti Benson hiskup hátt og snjallt af stólnum þessi orð: „Treystum drottni; hann sé vor vörður“ ■—$— •— .Tafnskjótt og hundurinn hevrði húshónda sinn segja: vörður, spratt hann upp og labbaði til hans up]) í prédikunarstólinn. Var þá söfnuð- inum að sjálfsögðu heldur en ekki skemmt. Skáldið Iioberl Louis Stevenson var eiit sinn látinn í skammarkrók- inn fyrir einhverja smávægilega yfirsjón, er hann var sex ára gam- all. Þegar barnfóstran kom til að legsa hann úr prísundinni, hvíslaði Stevenson litli: „Uss, uss, ekki að ónáiða mig: ég er að segja sjálfum mér sögu.“ Gerið Samtíðina að heimilisriti yðar og kynnið hana vinum yðar. Þeir, sem nota „\fAjJLo sápuna. einu sinni, nota hana aftur. Margur framast maðurinn, mér er gramast aldurinn. Boginn hamast burgeisinn og brotalamasmiðurinn.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.