Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 15
SAMTlÐIN 11 Á því byggist íslenzkur trúarsiður síðan um daga Þorgeirs og Síðu- Halls, að allir séu jafnir fyrir guði og bætti það nokkuð úr því, sem fornmenn kvörtuðu undan, að sér þætti nýi siðurinn veiklegur mjög (Ivjartan Ólafsson t. d.). Konung- djarfir þóttu landar margir, þvi að ægivald konunga var nægilega fjar- lægt þeim í bernsku til að láta þá óþústaða, og konungadrápur eða sögur ólu menn hér upp án j>ý- lundar við þá. En svo dælt gerðu menn sér við konunga i sögum, að j)eir bafa eflaust notið þar hvatning- ar af lifsskoðun sinni og trúarheim- speki. Mér dettur Hallfreður skáid í hug. Ólafur konungur Tryggvason taldi um fyrir íslendingum í Niðarósi að láta skírast, en kasta forneskju og illum átrúnaði. Hallfreður svaraði máli konungs: „Eigi mun það kaup- laust, konungur, að eg taki þann sið, er j)ú l)oðar.“ Konungur spurði, livers bann óskaði. Ilallfreður seg- ir: „Þú skalt mig aldrei láta þér af höndum, hvað illt sem mig hendir.“ Konung'ur játaði því eigi brátt og mælti: „Þann veg værir jm í bragði, að fás mundir þú svifast og margt láta þér sóma.“ Þar kom siðar, að konungur jálaði. En þá vildi Hall- freður láta liann Iialda sér undir skírn. Konungi þótti eigi gott og svaraði Ilallfreði: „Þú beiðist svo margs, að eigi má við þig fást.“ Samt lét konungur enn undan og hélt honum til skírnar, lét síðan kenna honum heilög fræði með al- úð og virkt. Eftir það var skáldið í miklum metum hjá Ólafi konungi, þar til augljóst varð af vísum Hall- freðar, að i hugskoti var bann beið- inn þótt hann væri „neyddur frá Njarðar niðjum Krist að biðja.“ Iiallfreði fannst illt við að lifa að mega ekki blóta guð íþróttar sinu- ar, Óðin, því að ágætustu athafnir forfeðranna og Ijóðagerðir voru, sagði liann, unnar til hylli þess hugsnara guðs, nú er skipt um til ógiftu: Fyrr var hitt, er harra Hliðskjálfar gat eg sjálfan (skipt er á gumna giftu) geðskjótan vel blóta. Þelta þótli Ólafi Tryggvasyni stór- illur kveðskapur, en fékk eigi í bili mikla yfirbót af skáldinu. Hið algera samningsfrelsi, sem Hallfreður lók sér við guð almátt- ugan eins og Óðin, og ástleitin frekja bans við Ólaf sýna það eftirminni- lega, hve forfeðrum okkar var taml að skipta við æðslu máttarvöld sem jafningja sína eða fást að öðrum kosti alls ekki til neinna skipta við þau. Þetta var að einhverju leyti heiðinn trúararfur, ef marka má Sonatorrek, þar sem Egill gerir upp reikning við Óðin eins og maður við mann og sættist við hann þannig. En yfirvaldaleysi og mannréttindi íslenzka þjóðveldisins frá öndverðu hljóta að hafa valdið niikíu um kjörfrelsi og sloll manna framíni fvrir guðum og konungum. Einmitt af því, að það tókst að laða, en eigi neyða þén'nan kjör- frjálsa mann lil kristni, skipti hann loks um trú af einlægni og segir í vísu: „Ivrist vil eg allrar ástar . . einn og guð kveðja.“ Hann fellst á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.