Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 16
12 SAMTIÐIN að liafa í því efni ein lög og einn sið. Að sama dóini fór þjóðin öll, því að liér varð ekki vart sama aft- urhvarfs til lieiðninnar og i Noregi eftir fall Ólafs konungs. í fám orðum sagt: Af því að liér mátti lieita ein stétt frjálsborinna manna og mannréttindakennd Is- lendinga þurfti ekki að snúast gegn trúarskiptum, svo sem þau væru gerð til að kúga neina stétt eða ræna frelsi, gengust þeir einlægir undir ein lög og sið. AMERÍKUMAÐUR einn, Abra- ham að nafni, reyndist fádæma lélegt hermannsefni við æfingar heima fyrir og þótti þar álíka óefni- legur og Sveinn heitinn dúfa í kvæð- inu fræga. — Samt var liann send- ur í stríðið. En þá hrá svo við, að á fyrsta degi vann Abraham livert afrekið á fætur öðru og upprætti m. a. 6 vélbyssuhreiður óvinanna með öllu. Aðspurður um bardaga- aðferð þessa lirausta og fífldjarfa sonar föðurlandsins, svaraði foringi Ahrahams: „Ja, það má guð vita, livernig mannfíflið hefur farið að þessu. Ég' fékk honum hara vélbvssu í morgun og sagði við hann: Nú berst þú fyrir sjálfan þig, en ekki fyrir ættjörðina, karl minn!“ Beztu kaupin gera allir í verzlun Gnðjdns Jónssonar á Hverfisgötu 50 Sími 3414. ÞEIB VITRIJ ..;.. — SÖGÐU: EINAR ÓL. SVEINSSON: „Lista- verkið hefur sjálfstæða tilvist, jafn- skjótt og' það er orðið til, eins og barn gagnvart föður. Ef það lifir ekki á ágæti sjálfs sín, er það dautt. Það er listar- og lífsgildi þess, ssm varðveit- ir það gagnvart gleymskunni. Það er með öðrum orðum spurt um, hvað listaverkið er, en ekki hitt, af hvaða rótum það er runnið. Og það þarf engurn orðum að því að eyða, að það hlýtur að vera fyrsta hlutverk allrar bókmenntarýni að reyna að öðlast skilning á þessum ágætum sjálfs verksins. Og ef út í það er farið: líka síðasta hlutverk hennar, því að rann- sókn á heimildum, rannsókn á upp- runa verksins í huga höfundarins gerir ekki þeim efnurn full skil, nema gerð sé grein fyrir, hvað úr þessu verður í listaverkinu.- Löngunin til að segja frá er upphaf og endir allrar sagnalistar. Sagna- maðurinn hefur ramma hvöt til að vera auga og ejrra, að sjá og skynja mannlífið, og vera tunga, sem segir aftur frá því og lýsir því. Það blæs af öllum áttum í huga hans, ást og hatur, hylling og hrylling, gleði og tregi tekur hvað við af cðru og bland- ast hvað öðru, Ijóst og leynt, og brjóst hans fær engan frið, fyrr en hann hefur gefið því Iistarform.“ CROMWELL: „Málaðu mig eins og ég er, með vörtu og öllu saman.“ SCHILLER: „Lömun er að vísu tálmun fyrir fótinn, en ekki fyrir viljann.“

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.