Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 25

Samtíðin - 01.11.1944, Blaðsíða 25
SAMTIÐIN 21 mitt það, ég hef lesið leikrit j'ðar mér til mikillar ánægju. Hann heldur, að þér séuð Max- well Anderson eða Rohert Sher- wood. Þegar svona vill til, að menn rekast á rithöfund, sem þeir hafa ekkert lesið eftir, reyna sumir að látast vera svo heyrnarsljóir, að þeir hafi ekki tekið eftir því, að þér vor- uð titlaðir rithöfundur. En þeim verður engrar undankomu auðið, því að enda þótt þér séuð ef til vill ekkert að trana yður fram sjálfur, er einhver annar vís til að skjóta upp kollinum. Setjum nú svo, að þér heitið Smith. — Komið þér sælir, herra Smith, segir sá, sem ekki þóttist lieyra, að þér væruð rithöfundur. — Hvernig líður yður? Það gleður mig að kynn- ast yður persónulega, bætir hann við og svipast um eftir færi til að losna við yður. — En þetta er hann Smith rit- höfundur, segir sá, sem óvænt skaut upp kollinum. Aumingja „heyrnarsljói“ maður- inn verður óskaplega kindarlegur á svipinn, og augnaráð lians verð- ur hlátt áfram biðjandi. Ef þið, sem lesið þessar línur, eruð rithöfund- ar og rekizt á mann, sem svipað er ástatt fyrir, þá verið honum líkn- samir. Hjálpið honum út. Neyðið hann ekki til að Ijúga yður fulla. Setjum nú svo, að þið hafið skrif- .að skáldsögu um bankasljóra. Auð- vitað dettur mér ekki i hug, að neinn ykkar hafi látið sér aðra eins fjar- stæðu til hugar koma. Enginn rit- höfundur skrifar skáldsögu um bankastjóra. Rithöfundar geta ekki Frímerki eru verðmæti. Kaupi íslenzk frímerki hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast. Há ómakslaun. Sig. Helgason P. O. Box 121 Reykjavík. PlROLA snyrtivöruverksmiðja h/f Hafnarhvoli. — Sími 2575.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.