Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN milljónir barna, ágætlega gefin til sálar og líkama, heft í andegum þroska af sulti, slæmri fæðu, deyfimeðölum, áfengi, þræl- dómi, illum félagsskap og sjúkdómafar- aldri, sem vcnjulega má afstýra. En árið 1975 verður slíkri ánauð aflétt, nema kannske í verstu héruðum hitabeltisland- anna.“ . Það er örðugt að spá fram í tímann, cn hins vegar gaman að djarflegum spám, sem reynt er að reisa á rökum. Annars er þessi bók- mærðarlaus lofgjörð um manndómsárin, full aðdáunar á hinum þroskaða manni og hlutverki hans í þjóð- félaginu. Gleöilegra jóla óskar Samtíðin öllum lesendum sín- um um (jevvallt ísland. — Næstci hefti mun koma út 1. febrúar n.k., og bíður fjöldi mjög snjallra rit- gerðci og sagna næstu hefta. Gefið vini gðar 5 ára áskrift að Samtíð- inni í jólagjöf. Sendið oss árgjöldin, samtals 75 kr„ ásamt nafni lmns og heimilisfangi. Virðingarfyllst S a m t í ð i n Póstlwlf 75, Reykjavík. Auglijsing í blaði. Vantar ábyggilegan og heiðvirðan mann til að hirða um garð og mjólka kú, sem hefur góðci rödd og hefur sungið í blönduðum kór. A. v. á. Gallann falinn greina má gjald og talið hvetur, kaup og sala kveðast á, „kúnninn" valið getur. SIGURINGI E. HJÖRLEIFSSON: MOLDIN KALLaR Byggið borgir í sveitum, þar sem blá-hvítur jökull í heiðríkju skín. Og af blómum í rósfögrum reitum — við rennandi læki — ei ilmurinn dvín. Þar er framtíðar-óðal hins íslenzka manns og æskunnar draumur, því íslcnzka moldin er auðlegðin hans, en alls ekki glaumur. Hún hrópar á dáðrika og dugandi menn úr dældum og holtum og mýranna flóum, þar sem gullnámur bíða vor óunnar enn og auðlindir hurfu með rótprúðum skógum. Heyr! Moldin hún kallar, þér menn og konur. Þinn er máttur og dýrðin, íslenzki sonur. FRANKLIN D. ROOSEVELT „Með almenningi gegn flokksbroddunum!“ GOETHE: „Ég hef ekki íekið mér það mjög nærri, þegar einhver hefur á röngu að standa, en var efnaður. Jæja, ég- velti þessu fyrir mér og kvað þeim happ, er hlyti. En síðan, er ég hafði veitt því athygli, hvernig hið illa virðist vaxa frá einni kynslóð til annarrar, hvernig veglyndi verk- anna er að mestu leyti perscnulegs eðlis, en síngirnin hins vegar arf- geng .... hef ég afráðið að láta ekk- ert óréttlæti liggja í þagnargildi. Dómarinn: — Getið bið hjónin ekki lifað hamingjusömu lífi án þess að eiga í sífelldum erjum og illdeilum? Eiginmaður: — Nei, ekki ham- ingjusömu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.