Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum Jp ANN 7. NÓV. s.l. fóru rúmlega 45 millj- ónir manna og kvenna í fíandaríkjun- um, 21 árs og eldri, til kjörstaðanna til þess að ákveða, hver skyldi taka við forsetaem- bættinu í jan. n.k. og sitja í því næstu fjög- ur árin. Franklin Delano Roosevelt, í kjöri af hálfu Demokrataflokksins, keppti þar við Thomas E. Deweg, ríkisstjóra í New York ríki. Þó að atkvæði þau, er hermenn utan fíanda- ríkjanna greiddu, verði ekki talin fyrr en 7. des., er ástæðulaust að efa, að Franklin De- lano Roosevelt, hinn fyrsti forseti í sögu Bandaríkjanna, sem gegnt hefur því embætti lengur en tvö kjörtímabil, lmfi verið kosinn lil þess að gegna embættinu fjórða kjörtíma- Franklin D. Roosevelt bllið. Samkvæmt gildandi reglugerðum um for- setakosningar i Bandaríkjunum eru möguleik- ar til þess, að forsetaefni nái kosningu, þó að það hljóti ekki meiri hluta þeirra atkvæða, sem greidd eru. Þetta er vegna þess, að hverju ríki eru úthlutaðir jafnmargir kjörmenn og tala fulltrúa þess er í fulltrúadeild og öld- ungadeild sambandsþingsins. T. d. liefur New York ríki, mannflesta ríkið í ríkjasamband- inu, 47 kjörmenn, en sum ríki aðeins 3. Það forsetaefni, sem hlýtur meiri hluta atkvæða í hverju ríki, fær alla kjörmenn þess ríkis, og sá, sem því fær meiri hluta atkvæða í svo mörgum ríkjum, að hann hlýtur meiri hluta allra kjörmanna, — en þeir eru alls 531 — nær kosningu sem forseti. 1 þessum kosningum hlaut Roosevelt ekki einungis rúmlega þrjár milljónir atkvæða fram yfir Dewey (að ótöldum atkvæðum her- manna utan lands), heldur meirihluta í það mörgum ríkjum, að hann fékk k32 „kjörmenn“ gegn þeim 99, er Dewey hlaut. Thomas E. Dewey

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.