Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN allt að. Sá samanburður hlýtur, ef vel er að búið, að sýna þann mun, sem mælir fastlega með því: Rækt- ið ykkar fóðurbæti sjálfir og þetta er hægt án þreskivéla, en með þeirri trú, að íslenzka moldin og veðrátt- an, sem við er búið á hverjum tima, er þess megnug að geta skilað því mjöli — kornmat — sem við svo mjög þurfum til þess að geta fóðrað vel á eigin fóðri, án annarrar hjálp- ar en olckar sjálfra. Hráefnin eru: tilbúinn áburður, vinna og gott út- sæði af byggi og' höfrum, sáð snemma í apríl fram til 10. maí eða í síðasta lagi um miðjan mai. Bændur! Athugið þetta. Gerið ein- falda smátilraun og sannfærizt. ■■agBgn ------- ''T'VEIR ÖKUNNUGIR menn sátu á sama bekknum i skemmti- garði. Allt í einu snéri annar sér að hinum og mælti, dapur í bragði: — Þessu hef ég verið að kvíða alla ævi! Aldrei hef ég nú heyrt vel, en nú lilýt ég að vera orðinn gersamlega heyrn- arlaus. Þér hafið verið að tala við mig síðustu 5 minúturnar, og ég lief ekki heyrt eilt einasta orð af því, sem þér voruð að segja. — - Tala við yður, anzaði liinn mað- urinn. Ég lief ekki sagt aukatekið orð við neinn. Ég hef bara verið með tyggigúmmí. REYNIÐ AÐ SVARA þessum eftirfárandi fimm spurn- ingum. Svör við þeim eru á bls. 29. 1. Hvers vegna er hnífur beittur? 2. Hvers vegna er koddi mjúkur? 3. Hvers vegna verður að höggva tvö göt á mjólkurdós, til þess að mjólkin renni úr henni viðstöðu- laust? 4. Hvers vegna rekst jörðin ekki á sólina,þar sem sú siðarnefnda liefur i sér fólgið mikið aðdrátt- arafl ? 5. Hvers vegna er hlýrra að vetrar- Iagi eftir því, sem nær dregur sjónum, en aftur á móti svalara að sumarlagi? 1\/T \ÐUR NOKKUR spurði hinn fræga lækni, Sir William Osler, hvort áfengi yki starfhæfni fólks. „Nei,“ svaraði Sir William, „en ]?.að hefur þau áhrif, að fólk skamm- ast sín síður fyrir að levsa störf sín illa af hendi, ef það er undir áhrifum áfengis.“ Gerið SAMTIÐINA að tímariti allra íslendinga. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGGINGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/g Aðalumboð á islandi Vesturgötu 7. -- Revkiavík. Sími 3569. Pósthólf 1013. Þeir, sem nota JW>' sápuna. einu sinni, nota hana aftur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.