Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 14
1U SAMTÍÐIN ig mundi pilturinn fá sig til að skýra frá notkunaraðferðinni, þótt hon- um væri hún kunn. Jæja, færi svo sem fara vildi um það. Fáum mín- útum síðar hljóp pilturinn um borð með lyfjaöskjuna í hendinni. Ég dokaði á bryggjunni og ræddi við burgeisa bæjarins. Það var grip- ið þétt í handlegginn á mér. Þökk fyrir meðalið, læknir, það var prýði- legt. Ég verð áreiðanlega ekki sjó- veik, þó ég taki það aldrei. Ég mætti dökkbrúnum, leifturlieitum augum ungu stúlkunnar, léttan ilm af andlilsdufti bar að vitum mínum. Skipið blés í þriðja sinn. Þér tapið af skipinu, fröken! Fari það og sigli sinn sjó. Við ætl- um að sigla okkar — og bafa sam- flot. Andlit ungmeyjarinnar Ijóm- aði. Við hlið henni stóð pilturinn, bæglátur að vanda, en með annar- legu yfirbragði þess manns, sem bef- ur unnið stærri og dýrmætari sigur en hann hefur þorað að láta sig dreyma um. Þannig bafði skipazt á siðustu stundu. Örlög tveggja sálna liöfðu ráðizt óvænt, spor verið stigin, sem aldrei urðu til baka gengin. Nú hló bamingja úr beggja augum. Sól skein i heiði. Þarna sérðu. Litlir blutir, ómerki- leg atvik, valda bvörfum í lífi manna. LyfseðiII bripaður á götu. Pilluöskjur. Hefðu þau aldrei i liendur unga mannsins komið, mundu vegir bans og ungu stúlk- unnar sennilega bafa verið að fullu skildii'. Þá befði engin sorgarsaga gerzt. Ungur maður og ung kona befðu aðeins skilið mcð trega. Minn- ing æskukynna þeirra liefði fylgt þeim um ókomna ævi, sveipuð róm- antiskum Ijóma. Nú var þeim skapað að lifa sam- an, kvnnast bvort annars vankönt- um og brestum, mást og slitna í áralöngum samvistum. Særast i bretviðrum hversdagslegrar sam- búðar manns og konu. Ósamlyndi. Já því verr. Ungi mað- urinn reyndi þyrna rósarinnar sinn- ar fyrr en varði. Brynja fálælis og kulda steyptist yfir liann. Sambúð- in varð báðum kvöl, sem þau gátu þó ekki slitið. Það er sorgarsagan síendurtekna. Og mín var sökin, óbeint. En heitt brann ástin fyrstu mánuð- ina. Of heitt. Brenndi sig lil ösku fyrir tímann. Ávöxtur þeirra heitu mánaða er bún, unga stúlkan glæsi- lega, sem þú varst að spyrja um áðan. O-jæja. Ef ég og aðrir reikna mér einbverja sök á því, sem miður fór, verða þeir einnig að gjalda mér þökk fyrir bið betra. Gjalda mér þökk fyrir tilveru ungu stúlkunn- ar, sem á undan okkur gengur. Hún er lifandi eftirmvndin liennar móð- ur sinnar. Þarna leit bún um öxl. Hún er að g'efa þér gætur. Nú er röðin komin að þér. Beztu kaupin gera allir í verzlun Guðjóns Jdnssonar á Hverfisgötu 50 Sími 3414.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.