Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 16
12 SAMTÍÐIN um árum, hugðist hann að hafa þar jafnan gott úrval nýrra sænskra hóka. En það reyndist tilgangslaust. Kaupendur sneiddu hjá bókunum vegna vanmáttarkenndar gagnvart sænskri tungu. Þelta var þeim mun leiðara, sem hver sá, er kann dönsku, getur, eins og áður er sagt, lært af sjálfum sér að lesa sænsku sér til gagns. Áður en styrjöldin torveldaði menningarsamband okkar við Norð- urlönd, birti Samtíðin oft skrár yfir nýjar sænskar hækur í samvinnu við stærsta bókaforlag Svía, Albert Bon- nier í Stokkhólmi. Stöku skólar hér höfðu þá tekið upp sænskukennslu. Sænskir sendkennarar störfuðu orðið við liáskóla okkar, og' ýmsir ágætir Svíar, er voru húsettir hér, eins og t. d. frúrnar Estrid Falberg-Brekkan og Vivan Jakobsson, svo að ég nefni nöfn, sem mér eru kunn, höfðu með kennslustarfi sínu og góðri kynningu valdð áliuga meðal íslendinga fyrir sænskri tungu og hókmenntum. MÉR BARST nýlega í hendur ameríkskt tímarit með stuttri yfirlitsgrein um hókmenntastarfsemi og hókaútgáfu í Svíþjóð, siðan strið- ið skall á, eftir Georg Svensson, rit- stjóra hins ágæta tímarits, „Bonniers litterára magazin“, sem nokkrir fs- lendingar voru áskrifendur að fyrir stríð. Úr þessari greinargerð eru eftir- farandi atriði tekin hér upp. Allsherjarþing Pen klúbbsins, hið 17. í röðinni, skyldi Iialdið í Stokk- liólmi í sept. 1939. A þingið var von margra ágætra höfunda, m. a. þeirra Thomasar Mann og H. G. Wells, er háðir voru komnir til Sth. En um þær mundir skall striðið á, og var þá ákveðið að fresta þinginu. Síðan hef- ur Svíþjóð orðið æ einangraðri, og einkum liafa tengslin við vesturveld- in rofnað tilfinnanlega. En menning- arlíf hefur eigi að siður slaðið þar i miklum hlóma í þessari styrjöld, og landið liefur orðið einn þeirra fáu griðastaða, þar sem hókmenntir liafa notið tiltölulega algers frelsis. Ljóðagerð hefur löngum slaðið í miklum hlóma með Svíum. Ógn sú, er sjálfstæði þjóðarinnar hefur staf- að af stríðinu, hefur orkað á kvæða- gerðina og veitt henni meiri þjóð- frelsisblæ en ella liefði orðið. Sein- ustu Ijóðasöfn þeirra Gunnars Mas- colls Silferstolpe, Stens Selander og Anders Österhng lýsa sveitalífi Sví- þjóðar og erfðamenningu og eru þrungin gleði yfir því, að mega enn lifa í frjálsu landi. Þar er ekki um að ræða innantómt og margþvælt og steinrunnið glamur um föðurlands- ást, heldur skín þessi ást út úr túlk- un skáldanna á þjóðlegum verðmæt- um. Það má einnig þykja athygli- vert, að Pár Lagerkvist, sem oft hef- ur alla veröldina að sjónarsviði í verkum sínum, hefur í síðustu Ijóða- bók sinni Óður og orusta sótt sér yrk- isefni í sitt eigið þjóðlíf. Rússnesk- finnska stríðið fyrra og hernám Dan- merkur og Noregs orkaði einnig mjög á liugi sænskra Ijóðskálda og varð til þess, að verk skópust, er túlkuðu samnorræna sjálfstæðis- kennd hjá skáldunum Ivarli Asplund, Hjálmari Gullberg og Karli Ragnari Gierow, svo að örfá nöfn séu nefnd. En sænsk ljóðagerð á stríðsárun- um hefur síður en svo takmarkazt af

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.