Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.12.1944, Blaðsíða 20
16 SAMTlÐIN Dr. BJÖRN SIGFÚSSON: Úr ísl. menningarsögu III. Höfðingsklækir bandamanna A feigur Járngerðarson í Skörðum Vj var oddviti alþýðumanna, sem tókst að takmarka vfirgang og fjár- kúgun stórbóndans á Möðruvöllum, Guðmundar ríka, sem hafði tólfrætt liundrað kúa og jafnmargt hjúa og vildi láta hina smærri bændur ala þrjátíu manna fylgdarlið sitt allt vorið. Niðji Ófeigs í Skörðum er sagður Ófeigur Skíðason, hinn hrögðótti kotkarl Bandamanna sögu. Oddur hét sonur Ófeigs og gekk félaus úr föðurgarði. Honum grædd- ist stórfé i kaupferðum, og fór hann þá að búa á Mel i Miðfirði. Þegar nógir voru orðnir peningar, vildi Oddur gerast höfðingi og eignaðist goðorð. En hann skorti lagavit og reynslu til að kljást við aðra höfð- ingja landsins. Lenti hann hrátt i því á alþingi, að flækt voru mál fvr- ir honum og loks hafin gegn honum málssókn um þingsafglöpun. Átta af helztu höfðingjum landsins gerð- ust bandamenn um það að gera Odd sekan, þótt saklaus væri raunar, og ætluðu að hremma eignir hans und- ir sig. Orsökin var, að sumir þeirra voru í peningaliraki og kunnu ekki aðra leið betri en fjárupptökuna til að bjarga hag1 sinum. Talið er, að þetta hafi gerzt um 1150, og voru „Landamenn“ þessir: HermUndur af Gilsbakka, bróðir Gunnlaugs ormstungu og var aldraður orðinn, Járn-Skeggi sonur Einars Þveræings, Skegg-Broddi Bjarnason úr Vopna- firði, Gellir Þorkelsson frá Helga- felli, Egill Skúlason frá Borg, Þor- geir Halldóruson úr Laugardal, Styrmir Þorgeirsson frá Ásgeirsá og Þórarinn Langdælagoði hinn spaki. Gegn samtökum þessara manna var vonlaust að leita réttar eða mis- kunnar á þingi, svo að Ófeigur réð syni sínum að húast til að flýja land með alla þá fémuni, sem haf- færandi væru. Oddur livarf að því, en fékk karlinum silfur, ef það gæti breytt málinu. Ófeigur reið til al- þingis. Áður en dæmt yrði mál Odds, átti Ófeigur skraf nokkurt við Egil frá Borg. Sýndi hann Agli, að ekkert mundi hann hafa upp úr krafsinu nema sextánda hluta úr landi Mels, ef Oddur yrði sekur og slyppi burt með allt lausafé, en bauð Agli tvö hundruð silfurs (64 kúgildi) til að bregðast bandamönnum sínum og hjarga Oddi frá dómi. Svo fégjarn var Egill, að hann samdi um þetta, ef Gellir ATði fenginn til hins sama. Því næst samdi Ófeigur við Gelli um mægðir, og fylgdi mikið fé frá Oddi, og ekki stóðst Gellir það silfur og mágsemdarboð við auðmanninn Odd. Þar kom, að bandamenn, blekktir, tóku sjálfdæmi í máli Odds og féllust á, að Ófeigur kysi, hverjir þeirra dæmdu. Ófeigur kaus Egil og Gelli. Dómur þeirra var, að Odd- ur skyldi gjalda bandamönnum þrettán aura i rýrum fémunum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.