Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN [Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur hefur að beiðni Samtiðarinnar þýtt þessa fögru bœn hins trúaða og gifturíka Band'aríkjaforseta. Bænin var prentuð í júlihefti amerísks tímarits árið 1944. — Ritstj.] Almáttugi G u ð. Sgnir vorir, blómi þjóðar vorrar, hafa nú tek- izt á hendur stórfenglegt verk, lagt út í baráttu til þess að verja þjóð- veldi vort, trú og menningií og til þcss að leysa þjáð mannkyn úr ánauð. Leið þú þá á vegum drengskapar og réttvísi, gef örmum þeirra styrk- leik, hjörtum þeirra hugprýði, trú þeirra staðfestu. Þeir munu þarfnast blessunar þinnar. Leið þeirra verður löng og ströng, því að óvinurinn er sterkur. Vera! má, aö' hann hrindi sókn herja vorra um hríð. Sigur mun varla vinnast með leifturhraða, en vér munum sækja á aftur og aftur; og vér vitum, að vegna náðar þinnar og vegna þess, að málsstaður vor er réttlátur, munu synir vorir sigri hrósa. Þeir munu þola harðar mannraunir, nætur og daga, þar til sigurinn er unninn. Orrustugnýr og eldur mun rjúfa myrkrin. Mannssálir munu þola skelfingar vegna hryðjuverka stríðsins. Þessir menn voru nýlega dregnir nauðugir af vegum friðarins. Þeir berjast ekki af löngun til að undiroka. Þeir berjast til þess að ráða niður- lögum allrar undirokunar. Þeir berjast til. þess að leysa úr viðjum. Þeir berjast til þess að réttlæti me.gi ríkja og umburðarhyndi og góðviljf meðal alls lýðs þíns. Þeir þrá það eitt, að orrustunni megi Ijúka og að þeir megi aftur fara í friði hver til síns heima. Snmir þeirra munu aldrei aftur koma. Vef þá faðmi þínum, faðir, og veit þeim, þessum hugprúðu þjónum þínum, viðtöku í ríki þitt. Og hjálpa þú oss, sem heima erum, — feðrum, mæðrum, börnum, eiginkonum, systrum og bræðrum, sem stöðngt hugsum til kappanna fyrir handan höfin og biðjum fyrir þeim — hjálpa þú oss, almáttugi Guð, að helga oss þér með nýju, sterku trúartrausti á þessari stund fórnarinn- ar miklu. Margir hafa hvatt mig til þess að kalla þjóðina til sérstaks bæna- lialds á einum, ákveðnum bænadegi. En af þvi. að leiðin er löng og mik- ils að biðja, óska ég þess, að þ j ó ð v o r helgi s ig stöðugri b æ n.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.