Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN' HARALDURBDÐVARSSDN: ÍSLENZKS ÆSKUMANNS Iværi, ungi vinur. Þú baðst mig fyrir nokkru að skrifa þér bréf. É’g lofaði að gera það við tækifæri, og nú lief ég liugs- að mér að láta verða af því. Það, sem mig langar að segja þér, er m. a. þetta: Ilver er sinnar gæfn siniður. Margur hyggur, að mikil efni og ríkidæmi sé það eftirsóknarverð- asta í þessum heimi, en svo mun ekki vera. Hitt er annað inál, að peningar og önnur jarðnesk verð- mæti eru afl þeirra hluta, er gera skal, að svo miklu lej'ti, sem þau ná. Méiri peninga, meiri þægindi. minni vinna, komast i sem þægileg- asta stöðu og liafa sem minnst fyrir lífinu. Er þetta ekki takmarkið hjá of mörgum? Vinnugleðin er góður lifsföru- nautur og að vinna nytsamt og gott starf veitir sanna gleði, þegar rétt hugarfar er fyrir hendi. Við skulum hugsa okkur ungan, efnalítinn mann, sem er að byrja lifsstarf sitt, t. d. útgerðarmann eða hvers kon- ar athafnamann og jafnvel sérhvern einstakling i þjóðfélaginu. Hvernig væri æskilegt, að hann grundvallaði starf sitt? Eitt mikilvægt.atriði virðisf vera Akranesi, 20. niarz 1940. í því fólgið að afla sér trausts ann- arra, þ e. að koma sér vel við ná- ungann. Það er hægt með ýmsu móti, t. d. á viðskiptasviðinu með því að vera ábyggilcgur i öllum viðskipt- um, lofa aldrei meira en maður e: fær um að efna o. s. frv. Sá, sem temur sér að standa i skiium á til- settum tíma, jafnvel þó að liann hafi oivið að fi lán hjá öðium li! þess að geta það, skapar sér traust og verður álitinn efnaður, en það er á við gildan sjóð. Þcgar maður er hú- inn að vinna sér traust annarra manna, sem hann á undir að sækja, er hálfur sigur unninn. Vertu heiðarlegur í viðskiptuin þínum við aðra og sanngjarn, þvi að það er ekki stundarhagur, sem máli skiptir, heldur gott mannorð. sem lengi lifir. Vertu sparsamur og nýtinn og eyddu ekki meira en þú getur aflað. Reyndu að hafa glöggt yfirlit um afkomu þína og reyndu að stofna ekki til meiri skulda en þú ert maður fyrir, svo að þú verð- ir ekki skuldheimtumönnum að bráð. Vertu drenglundaður og sannur við aðra og heiintaðu mest af sjálf- um þér eða gerðu mestar kröfur til sjálfs þin. Vertu liógvær, litillát- urog nægjusamtir. Revndu að temja

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.