Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 7
SAMTÍÐIN Nóvember 1950_Nr. 167__17. árg., 9. neiti SAMTIÐIN kemur mánaðarlega, nema í janúar og ágúst. Árgjaldið er 25 kr. og greið- ist tyrirfram. Áskriít getur byrjað iivenjjr sem er. Ursogn er buntlin við aramót. Ritstjóri og útgeíandi: Sigurður Skúiason inagister, smú 2526, póstiiolí 75. Áskriilar- gjöidmn veitt móttaka i verziuninni Bækur & nttong úf., AusturstræLi 1 og Bokabuð Austurbæjar, Laugaveg 34. — Prenluð i P'eiagsprentsmiðjunni iif. SJDNVARP ER STDRKDSTLEG TÆKNINÝJUNG Jj|ÉR FKR á eftir útdráttur úr grein eftir Eric Boden, sem nýlega birtist í írska vikublaðinu Sunday Independent og fjallar um sjónvarpið í Bandaríkjun- um: Langmerkasta atriði í sambandi við útvarpsstarfsemi Bandaríkjanna í dag er sjónvarpið, sem ryður sér þar svo ört til rúms, að það yfirskyggir allt annað. Innan fimm ára verður sjónvarpsviðtæki komið inn á annað hvert heimili vestan hafs, og þá mun hvert tæki ekki kosta meira en sem svarar 20 sterlingspundum, en nú kostar það um 100 sterlingspund. Sýningarflötur meðal-sjónvarpsviðtækis mun verða ámóta stór og fjórði hluti venjulegrar dagblaðssíðu. Sumum kann að virðast hann lítill, en þess er að gæta, að hann er tiltölulega alls ekki minni en sýningartafla í kvikmyndahúsi, vegna þess hve hann er nálægt áhorfandanum. Segja má, að nú sé orðið unnt að sjón- varpa í eðlilegum litum, og er búizt við, að sú nýjung muni ryðja sér til rúms vestan hafs á þessum áratug. En af tækni- legum ástæðum má þykja sennilegt, að Bretar verði þar talsvert á undan Banda- ríkjamönnum. Hvað sem því líður, er eng- inn vafi á því, að sjónvarpssmíði án eðli- legra lita verður innan 3—4 ára orðin ein af 10 stærstu iðngreinum Bandaríkjanna. Og árið 1955 er talið sennilegt, að árleg fjárvelta í sambandi við amerískt sjón- varp nemi orðið þrefalt meira fjármagni en varið er nú árlega til Marshallaðstoð- arinnar svonefndu. Það er óhjákvæmilegt, að sjónvarpið ryðji sér til rúms í Bandaríkjunum, en núverandi útvarpsstarfsemi hraki þar að sama skapi. Hún náði hámarki sínu árið 1948, en síðan hefur henni hrakað jafnt og þétt. Þó þykir ólíklegt, að útvarpsstarf- semi leggist algerlega niður vestan hafs og þoki þannig fyrir sjónvarpinu. Veldur þar nokkru um, að örðugt, eða jafnvel ó- kleift, mun reynast að sjónvarpa til heim- ila í flestum landbúnaðarhéruðum Banda- ríkjanna. Sjónvarpið er risavaxin tækninýjung, sem breiðist óðfluga út. Það er „framtíð- arglugginn út að heiminum“, sem milljón- ir manna munu á komandi tímum sitja við. Orðugt mun reynast fyrir þá, sem aldrei hafa kynnzt sjónvarpi, að gera sér í hugarlund, hvílíkt skemmti-, fræðslu- og menningartæki heimilin öðlast við til- komu þess. Menn spyrja: Hvers getum við vænzt af sjónvarpinu? Svarið verður á þessa leið: Alls, sem útvarp, leiksvið og kvikmyndasýningar veita ykkur nú. Og bjartsýnir menn trúa því, að sjónvarpið muni, er tímar líða, verða hið öflugasta tæki, sem hugsazt getur, í friðarsókn mannkynsins. Þeir trúa því, að með því hafi vísindin loks uppgötvað gagnráðstöf- un gegn þeim hörmungum og því tjóni, er hlýzt af vopnum og vígvélum nútímans. * J ÞESSU hefti „Samtíðarinnar“ hefst mjög athyglisvert samtal við Egil Gr. Thorarensen forstjóra á Selfossi um hina miklu byggð, sem á skömmum tíma hefur myndazt við Olfusárbrú og ýmis merkustu framfaramál Sunnlendinga. Þetta viðtal mun vera eitt hið lengsta, sem skrifað hef- ur verið á íslenzku, enda er þar komið víða við. Er áætlað, að það birtist sem framhaldsgrein í 4 heftum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.