Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐlN ♦ Það er sagt: ♦ að göngumóður sé sá maður, sem á tvo bíla, eiginkonu og dóttur. ♦ að bjartsýnn sé sá maður, sem ímyndar sér, að hann haí'i gert góð kaup, þegar hann kaupir not- aðan bíl. ♦ að bölsýnn sé sá maður, sem haí'i átt verzlunarfyrirtæki með bjart- sýnum manni. ♦ að auðmýking- sé það, þegar maður skreppur saman i eðlilega stærð. ♦ að hetja sé hugleysingi, sem hagar sér skynsamlega. * Vörubíll, hlaöinn mó, var á leið til borgarinnar. Allt í einu kviknaði í bílnum, og brann hann mjög að framan. Það eina, sem ekki brann, var eldsneytið. Fangelsisprestur var að hugga fanga. „Vertu alveg rólegur, vinur minn,“ sagði hann. „Þú getur reitt þig á, að hér verður engu beitt nema fyllsta réttlœti.“ Fanginn: „Það er nú einmitt pað, sem ég óttast állra mest.“ SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttnrmálafliitningsmaSur. ASalstræti 8. — Sími 1043. Skrifstofutimi 10—12 og 1—6. Vitið þér þetta ? Svörin eru á bls. 29. 1. Hvaða fornsaga hefst á þessa leið: Mörður hét maður, er kallaður var gígja. 2. Hvaða jurt hefur svo stór flot- blöð, að 6 ára barn getur setið á þeim eins og i bát? 3. Hver var Charles Baudelaire? 4. Hve marga fanga rúmuðu Belsen- fangabúðirnar i Þýzkalandi, sem bandamenn brenndu 1945? 5. Hvað merkir orðið sútafullur? SMAVÆGILEG atvik geta stund- um leitt til merkilegra hluta. Eitt sinn féklc Indíánadrengur i Perú hitaflog og svalaði sér með því að drekka úr lítilli skógartjörn. Það dró óðara út hitanum, en kynlegast þótti drengnum, að barkarhrot flutu á vatninu. Þau voru af kinatrjám. Drengurinn skýrði nú ættflokki sín- um frá hinu bráða hvarfi hitasóttar- innar, en frá Indíánum barst seinna til Norðurálfumanna þekkingin um lækningakraft kínabai'karins — lun- ínsins. VILLIIiUNDAR geta ekki gelt. Þeir góla hara eða spangóla, seni svo er nefnt. Það er ekki fyrr en þeir hafa komizt í kynni við manninn, að þeir læra að gelta. Telja sumir vís- indamenn, að það sé tilraun þeirra til þess að stæla rödd mannsins. Sú viðleitni hundanna hafi smám sam- an skapað gelt þeirra.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.