Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN holti. T Tryggvaskála hitti ég með- al annarra Einar E. Sæmundsen skógarvörð, ritstjóra blaðsins Þjóð- ólfs, sem ])á var gefinn út á Selfossi. Ég hafði orð á því við Einar, að mig furðaði á því, að unnt væri að gefa lit blað í fásinninu þar eystra og að mér þætti fremur ólíklegt, að í ná- inni framtíð mundi vaxa verulega byggð á Selfossi. Einar gaf lítið út á það fyrra, enda átti Þjóðólfur þá skammt eftir ólifað. En hvað síðara sjónarmiðið snerti sagði hann, að hér væri nýlega setztur að fluggáfaður og stórlmga Rangæingur, Egill Gr. Thorarensen frá Kirkjubæ, sem ræki verzlun í Sigtúnum og væri bjart- sýnn á framtíðina. „Þú ættir að sjá jólaauglýsinguna hans í Þjóðólfi,“ sagði Einar og dró blaðið frá 18. des. upp úr vasa sínum. „Hún er í ljóðum, heitir Jólakvæði og verður að syngj- ast með hinu alkunna lagi hér um slóðir: „Þá gekk Siggi búi í salinn“ o. s. frv.“ Og Einar las okkur áheyr- endunum til mikillar ánægju: Heilar og sælar húsfrúr allar og þið héraðsbændur og kallar! Ykkar hagsmunakrafa kallar, að þið komið til mín inn. Heilir og sælir héraðspiltar og þið heimasætur stilJtar! Minar vörur verða ei gylltar, það vita allir menn. Hér fæst mikið af merkum vörum og þær með svo góðum kjörum, að þið allir, sem eruð í förum, þið ættuð að koma og sjá. Síðan kom heljarmikil vöruupp- talning í ljóðum, sem ég er búinn að gleyma, en þessi vísa festist mér í minni: Sigtún þekkjast nm byggðir breiðar, mönnum beini eg á gróðans leiðar, og víst er, að austan Hellisheiðar hittir enginn betri kjör. 1 þessu erindi fannst mér sem hinn ungi kaupmaður við ölfusá væri að skora hið gamla, gróna búð- arvald á hinum forna verzlunarstað austan fjalls, Eyrarbakka, á hólm, um leið og hann hugðist gera fólk- inu eystra kunnugt, að framvegis mundi borga sig að stytta sér leið í kaupstaðinn og fara ekki lengra en að Selfossi. 1 fyrri blöðum Þjóð- ólfs hafði Egill auglýst með þessum upphafsorðum: „Sveitamenn! Farið eigi langt yfir skammt.“ Að vísu varð Egill að biða nokkur ár eftir þvi, að Sigtún yrðu höfuðverzlunar- staður austan Fjalls. En siðan Kaup- félag Árnesinga tók til starfa þar undir forustu hans árið 1931, hefur hann séð þann draum sinn rætast í ríkara mæli en nokkurn mun hafa ór- að fyrir um áramótin 1919 og ’20. JJKKT ALLS fyrir löngu skrapp ég austur að Selfossi til að spyrja Egil Thorarensen nokkurra spurninga viðvíkjandi athafnalífinu í ungu borginni austur þar og kynnast á- hugamálum hans,.en Egill er ávallt önnum kafinn við mikil störf, og hef ég engan fyrir hitt, er efist um frá- bæran dugnað hans og starfsþrek, enda þótt hann hafi áður fyrr einatt átt við vanheilsu að stríða. Vorið 1949 tók Kaupfélag Árnes- inga að sér sérleyfisferðir á leiðinni:

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.