Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN er heldur ekki hugsað né talað _af hálfum hug. Ég hef einu sinni vegna þessa tímarits átt tal við athafna- mann í London, sem var sagður það voldugur, að hann gat stöðvað ferða- mannastrauminn þaðan til Frakk- lands, ef honum hauð svo við að horfa. Og í annað sinn ræddi ég við bókaútgefendur í New York, sem gáfu út bækur í milljónum eintaka á ári og kváðust skipta veröldinni í tvö sölusvið. Svo umsvifamiklir sem þessir menn voru, verð ég að játa, að mér fannst meira til um islenzka athafnamanninn á Selfossi þennan morgun, þegar hann var að stjórna sínum heimi, sem mér virðist nú vera hýsna víðáttumikill, því að auk hér- lendra viðtala var bæði talað við skip á hafi úti og við útlönd. „Mig vantar línuspil á vélbát,“ símar Egill til skipstjóra á togara, sem er á leið til Englands. Þegar skipstjórinn segir, að það muni víst ekki fást i Fleetwood, segir Egill, að þá verði hann bara að láta smíða það í Vestmannaeyjum. Svo er því máli lokið. Þá sjaldan síminn og ég gefum grið, koma deildarstjórar kaupfélags- ins og annað fólk inn í skrifstofuna til þess að ráðgast um eitthvað. Verkstjóri kemur inn og við hann er rætt af eldmóði um húsabyggingar í Þorlákshöfn, en sá staður virðist eiga geysimikil ítök í forstjóranum þessa stundina. Morgunblöðin úr Reykjavík eru lögð inn um svipað leyti og ýmsir Reykvíkingar fá þau. En það er enginn tími til að líta á svo mikið sem fyrirsagnir þeirra. „Ertu orðinn heilsugóður í öllu þessu annríki? Hefurðu nýlega geng- ið upp á Ingólfsfjall?" verður mér að orði: „Ingólfsfjall, blessaður vertu, minnstu ekki á það. Hvort ég hef. I vetur, sem leið, gekk ég alla leið upp á hátind Eyjafjallajökuls — á skíðum,“ segir Egill og hlær við. Verzlun Egils í Sigtúnum „Hvenær fluttist þú hingað að Sel- fossi og hófst hér verzlun?“ „Ég keypti húsið Sigtún hér á Sel- fossi af tengdaföður mínum, Daníel Daníelssyni, í októberbyrjun 1918, en hann hafði þá rekið þar verzlun og greiðasölu um eins árs skeið. Húsið liafði verið reist árið 1907 af Kristjáni Ólafssyni trésmið, nú bónda í Rár í Hraungerðishreppi. En Kristján var höfuðsmiður og stund- aði hér smíðar og greiðasölu. Um hann sjötugan var ort ríma, og er hann kallaður þar: „Selfoss byggðar framafús fyrsti landnámsmaður.“ Ég opnaði verzlun mína laugar- daginn 12. okt. 1918 í björtu og góðu veðri, en daginn eftir var hér alls ekki lesbjart, vegna öskufalls úr Kötlugjá, sem þá var tekin að gjósa af miklum móði. Þá var hér ekki önnur byggð en bærinn á Selfossi, gisti- og veitingahúsið Tryggvaskáli og Sigtún." „Rakstu mikla verzlun til að byrja með?“ „Nei, fyrst í stað var verzlun mín fremur lítil. En árið 1924 hóf ég innflutningsverzlun með vöruskip- um til Eyrarbakka og ullartöku í all- stóriim slíl. Ur því óx verzlunin hröð-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.