Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐiN í skrifstofu stjórnarráðs Islands í Khöfn. Og þegar Sendiráð Islands var stofnað þar árið eftir, réðst ég þang- að og hef starfað þar siðan. Ég hef því verið rösk 30 ár i utanrikisþjón- ustu Islands. Ég er kvæntur danskri konu, og eigum við hjónin tvo upp- komna syni. Er annar þeirra stúd- ent frá Menntaskólanum á Akureyri. Konan min hefur reynzt mér frábær lífsförunautur og örvað mig til rit- starfa, enda er hún mjög listelsk.“ „Hvenær tókstu fyrst að fást við skáldskap?“ „Skáldskapur hefur átt mjög rík ítök í mér, frá því ég man eftir mér, og i skóla orti ég eitthvað af kvæð- um, eins og títt var um unga menn í þá daga.“ „Freistaði leilcritsformið þín sér- staklega?" „Ekki get ég nú neitað þvi. Ég man, að i bernsku sá ég viðvaninga leika skopleik i samkomuhúsinu á Dalvik, og sá viðburður festist svo í huga mér, að hann hefur orðið mér með öllu ógleymanlegur. Ég skal eklci neita því, að seinna hef ég horft á margar stórum merkilegri leiksýningar en þessa, en engin þeirra hefur orkað neitt svipað á mig og hún. Ég man t.d. enn glöggt, að einn leikendanna, Þórai’inn Eldjárn, síðar bóndi og hreppstjóri á Tjörn, fór með langt mál á dönsku, og fannst mér þá feikilega mikið til um slika frammistöðu.“ „Hve mörg leikrit hefurðu sam- ið?“ „Fyrsta leikrit mitt hét Myrkur og var prentað í Reykjavík árið 1920. Ekki man ég orð úr því. Ætli ég hafi ekki samið 6—8 leikrit alls, en sum þeirra hafa farið beint í eldinn og áttu þar líka bezt heima.“ „Konunglega leildiúsið i Höfn hef- ur sýnt eitthvað af leikritum eftir þig?“ „Það hefur sýnt þrjú af leikrit- um mínum: Regnið 1926, Litla heim- inn 1938 og Jón Arason 1949. Orðstír minn er þó ekki ýkja mikill, skal ég segja þér. Þvi er ekki að leyna, að leikrit mitt um Jón biskup Arason fór talsvert i taugarnar á sumum Dönum, en ekki harma ég það. Þeg- ar maður gerir sig að skotspæni, tjáir ekki að kippa sér upp við smá- muni.“ „Er Konunglega leildiúsið ekki hýsna vandlátt í leikritavali sinu?“ „Ekki getur hjá því farið, þvi þar eru ekki sýnd nema 1—2 leikrit eft- ir núlifandi Norðurlandahöfunda á ái'i.“ „Hvað viltu segja lesendum „Sam- tíðarinnar“ um nýja leikritið „Ot- laga,“ sem Þjóðleikhúsið hefur sæmt þig 1. verðlaunum fyrir?“ „Helzt sem minnst. Eins og heit- ið bendir til, fjallar það um íslenzka útlaga í fornöld. Efni þessa leikrits valkti fyrir mér sem eins konar endur- minning úr Islendingasögunum, að þvi er snertir útlaga yfirleitt, en sög- urnar las ég ungur af miklu kappi og var þá býsna kunnugur þeim, þótt nú séu þær nokkuð teknar að fyrnast í huga mínum. Kjarni leikrits míns um útlagana er hefndarkvöð- in, sem hvíldi eins og mara á ls- lendingum i fornöld, enda var þá ekkert framkvæmdarvald í landinu. Dómar féllu, en framkvæmdir þeix’ra

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.