Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 hvíldu á einstökum mönnum og ætt- um. Þetta efni hefur lengi sótt á hug minn, en efnið hlaut ekki endan- legt form, sem ég þóttist geta unað við, fyrr en eftir að leikritasam- keppni Þjóðleikhússins heima var boðuð.“ „Finnst þér ekki örðugt að sinna skáldskap samhliða störfum þínum í sendiráðinu ?“ „Það er alltaf örðugt að þjóna tveiin herrum, og ég kann það í rauninni ekki. Starfinu í sendiráð- inu lilýt ég að sinna af heilum hug; það er mér ljúft, því ég hef áhuga fyrir því — og skylt, þar sem ég hef af því lífsuppeldi mitt. Þar af leiðandi hlýtur það að ganga fyrir öðru, en skáldskapurinn verður alla virka daga að bíða kvölds og jafn- vel nætur.“ „Hefurðu nokkur fleirí leikrit í smíðum ?“ „Er ekki alltaf eitthvað að hrjót- ast um í huga okkar allra, eitthvað, sem leitar sér forms, hvort sem það kann að verða: sendibréf, ljóð, leik- rit eða eitthvað annað?“ Maður nokkur hafði misst föður sinn. Hann var víðs fjarri, pegar gamli maðurinn dó og símaði pví heim og spurði bróður sinn: „Hver voru síðustu orð pabba?“ Svar: „Engin, mamma var hjá honum.“ ÓSKAR SÓLBERGS feldskurðarmeistari. Laugaveffi 3. — Simi 7413. Alls konar loðskinnavinna. 151. íaga „JPamtíoannnaf Sigurjón frá Þorgeirsstöðum: Maðurinn í speglinum j ÖNN DAGANNA kveður við í eyrum mínum urg í skrifstofu- vélum og símahringingar, eilífur hávaði og gauragangur, sem berg- málar í hljóðhimnunum, unz ég hverf inn í óræðan heim svefns og drauma. I skrifstofunni gerast sjaldan við- burðir, sem vekja gamansemi þeirra, er þar vinna. Þó verður mér stund- um litið í stóran spegil, sem hangir á veggnum framan við skrifborð mitt. Ég sé þar greinilega manninn, er situr við næsta borð á bak við mig. Þessi bakvörður minn er þögull eins og gröfin, fáskiptinn eins og meinlætamaður, sem hefur látið múra sig lifandi inni í grafhvelfing. Hann er samvizkusamur í starfi, nýtur trausts vegna nostursemi og nákvæmni. En ég hef oft skoðað hann, svo að lítið ber á, í speglinum — glott í kampinn yfir kækjum hans. Þótt hann sé skapaður í guðs mvnd jafn sómasamlega og allur fjöldinn, þá er samt eitthvað í fari hans og látbragði, sem er kátbroslegt og óvenjulegt. Hann er miðaldra, tæplega meðal- maður á hæð, renglulegur, venjulega höldalega til fara; á höfði hans er eldrauður hárlubbi í klístri og flóka-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.