Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN mannlegra verka. Hann var eins og draumsýn, er lyftir úr hafi ævin- týralandi, sem unun væri að nema. Og kveldið hvarf eins og allt, sem kemur og fer. Aðeins minningin ein verður eftir: Við töluðum um heima og geima — forðuðumst þó að tala um okkar eigin hugsanir. Samtalið gekk skrykkjótt, varð mótsagnakennt og rökfræðilega í molum. Allt í einu stóðst ])ú á fætur, greipst bók af borðinu og hentir henni í höfuðið á mér. Svo gekkst þú hratt til dyra, sagðir ekkert, leizt ekki um öxl, bauðst ekki einu sinni góða nótt. Og hurðin féll þétt að stöfum. Ég ætlaði að kalla, cn kom ekki upp neinu orði. Ég sat einn eftir sljór og hjálpar- laus eins og fiskur, sem hefur álp- azt inn í brimgarðinn og fengið sand í tálknin. Ég horfði út um gluggann. Það fór hrollur um mig. Þétt logndrífa féll til jarðar, stórar fannhvítar flygsur, andstvggilega iðandi, eins og maðlia- veita í hræjum. W EYNIBRÉF — send milli herbergja á siðkveldum í desemher. Þessi bréf voru veniulega glettin, stundum þrungin sterkri þrá, sem mátti lesa milli línanna. Orðaleikirn- ir og þankastrykin voru eins og gáskafull huldubörn, sem ganga að leik með mennskum jafnöldum. Ég fór mjúkum höndum um þessi bréf. Efni þeirra var eins og gjósandi hver, og af pappírnum lagði angan erlendra ilmefna — unnin úr rósum. ömmur okkar þurrkuðu reyrgresið og lögðu í kommóðuskúffurnar, geymdu ])ar ferskan hlæ sumarsins, þó að veturinn herjaði á baðstofu- þekjunni og frostið þrengdi sér inn í moldarveggina. Þannig er sólskin- ið og sumarið sameiginlegt í svip- móti kynslóðanna. Og ])að er gaman að lifa — skynja ilm mannlegra til- finninga. Ungu fólki er ástin jafn eðlileg og hringrás hlóðs í heilbrigð- um likama. Svo komu jólin. Þessum jólum fylgdi engin himn- esk birta. Það voru aðeins myrkir og dapurlegir skammdegisdagar, sem hurfu án glæsibrags niður í rusla- kistu fortíðarinnar. Þó á ég þaðan einn minjagrip. Það er venjulegt hréfspiald: Lang- ur fjörður skerst milli hárra fialla, rislitlar bylgjur lyfta faldi, sólin cr að renna við hafsbrún, roðar fjörð- inn: inn við ströndina eru dimmrauð- ir skuggar. Loft og lögur renna sam- an i ástarörmum kveldroðans. Og utan fjörðinn kemur skip. Aftan á bréfspjaldið er skrifað: „Undarlegt er sumt í aldaheimi; margt er manna líf. Svefn er oft í vöku, en vaka í svefni. Ðjupur er draumheimur.“ Það er hægt að horfa lengi á litla mvnd, geta í eyður, rekja framhald- ið. Myndin er augnablik, sem stendur kyrrt. En hvað gerist á næsta augna- bliki? Hvers vegna er þetta dularfulla skip þarna á ferð? Hvaðan kemur það? Hvert er það að fara?

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.