Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN verk skapa, aðeins skipt í tvo megin- flokka. ])á, sem hagnýta sér blekk- ingarnar og hina, sem gengnir eru blekkingunum á vald. 1 fyrri flokkn- um eru háðfuglar, kaldvitrir spekúl- antar, misskildir eða misheppnaðir listamenn í hefndarhug, prakkarar og fúskarar, og ekki ólíklegt, að sá flokkur sé stórum fjölmennari en margan grunar. Þeim er það öllum sameiginlegt að notfæra sér til fjár og frama áróðursslagorðin, sem trúaðir áhangendur og aðdáendur æpa jafnan framan í efasemdamenn og hreinskilna gagnrýnendur: „Ah- straktlist verður ekki skilin og því ekki heldur dæmd; hún gerir ekki grein fyrir neinu sérstöku, sýnir ekki neitt sérstakt, túlkar ekki neitt sérstakt og flytur ekki neinn sér- stakan boðskap, heldur talar til skoð- andans með óbeinum áhrifum og þá einna helzt til undirmeðvitundar hans og svo framvegis.“ Og minnug- ir sögunnar um nýju fötin keisarans, ganga svo „listamenn“ þessir á lag mannlegrar hégómagirni og óttans við að verða staðnir að heimsku og vanþekkingu, öðrum til athlægis. Og listamenn þessir skemmta sér þá auðvitað bezt, er þeir heyra kammer- júnkara yfirborðsmennskunnar veg- sama blekkingavoðina og freista, með virðulegum svip og lærðu orða- vali að slá sig til riddara á skýring- um varðandi „litasamstæður“ og „línubyggingu“. Og satt bezt að segja, — þeir eru vel að skemmtun- inni komnir. j HINUM FLOKKNUM, vafalaust þeim fámennari, eru liinir sönnu listamenn: Leitendurnir og sjáendurnir. Spámennirnir, sem flvtja samtiðinni sinn hoðskap, sinn refsidóm á hennar eigin máli: Máli blekkinganna. Við getum ef til vill kallað það táknmál, og þá erum við um leið komnir að innsta eðli, kjarna hinnar sönnu abstraktlistar. Innsta eðli abstraktlistarinnar er flótti frá staðreyndum, lífsleiði og vantrú, en þó fyrst og fremst ör- vænting varðandi menningu samtíð- arinnar og helsár ótti við sjálfan sig, samtíðarmanninn og öll hans afrek. Við erum ekki aðeins orðnir svo drepleiðir á sjálfum okkur og um- hverfinu og heiminum, sem við höf- um skapað okkar, að við þolum hvorki að horfa á mannskepnuna né heim hennar í réttri mynd, lieldur hlátt áfram brestur okkur allan kjark til þess, og þess vegna af- skræmir hin sanna abstraktlist hvort tveggja eða velur því tor- skilin tákn í linum og litum. Forn- Grikkir gerðu sál mannsins og lik- ama jafnhátt undir höfði; þeir unnu manninum, dáðu afrek hans og bundu hinar björtustu vonir við framtíð hans og þroskaferil. Þess vegna hóf list þeirra vöxt mannsins og persónuleik i æðra veldi. Róm- verjar dáðu vit mannsins og skap- gerðarþroska; þess vegna lögðu myndlistamenn þeirra alla rækt við gerð andlitsins, en slepptu öðrum hlutum líkamans alveg eða hjúpuðu þá í fellingamiklar skikkjur; gerðu þó undantekningu varðandi hermenn og gladiatora, en það voru einu mennirnir, sem Rómverjar mátu fvr- ir hreysti, Nautnagleði samtíðar-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.