Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.11.1950, Blaðsíða 30
2G SAMTÍÐIN Wijjar amtUkat kakut RANDOM HOUSE í Netw York hefur sent oss þessar 2 bækur: — Primer of the Novel eftir Vincent McHugh. Það er rétt, sem höf. þeirr- ar bókar segir, að skáldsagnahöf- undum er það einna drýgst til lær- dóms í iðju sinni að lesa úrvals- skáldsögur og þá gagnrýni, sem þær hafa orðið fyrir. En bók hans fræð- ir um óteljandi atriði, er varða skáld- sagnagerð, og geta bæði skáld og les- endur vafalaust margt af henni lært. Höf. er sjálfur sagnaskáld og auk þess mjög lærður bókmenntafræð- ingur, sem hefur stundað háskóla- kennslu í bókmenntum. Verð $2.50. Mixed Company. Collected Stories of Irvvin Shaw. -— I þessa 480 bls. bók hefur verið safnað vinsælustu smásögum höfundar, 38 talsins. — Shaw er fæddur 1913 og hefur eink- um fengið orð á sig fyrir leikrit sín. Hann á sér í ríkum mæíi umsvifa- leysi og tæknikunnáttu góðs smá- sagnahöfundar og þekkir hlæbrigði mannlífsins á Manhattan, en sögu- efnin eru stundum fremur veigalítil eins og gengur. Verð $3.75. og Wilhelm Grimm (1786—1859), sem báðir voru mjög frægir málfræð- ingar og þjóðsagnafræðingar. Ekki er þó svo að skilja, að Grimmsbræður hafi sjálfir fært þessi ævintýri í letur, heldur söfnuðu þeir þeim eingöngu úr ýmsum heimildum og sáu um út- gáfu þeirra. Efnalaug Ueykj avíkur Laugaveg 34. — Reykjavik. Sími 1300. — Simnefni: Efnalaug. • Kemisk fatahreinsun og litun. Litun, hreinsun, gufupressun. • Elzta og stærsta efnalaug landsins. Sent um land allt gegn póstkröfu. VIÐ HÖFUM Málverk Isl. togara- Vatnslitamyndir og skipamyndir Skopteikningar Dýramyndir Raderingar Margs konar eftirprentanir af málverkum Blómamyndir Helgimyndir og auk þess margs konar Landslagsmyndir gjafavörur RAMMAGERÐIN Hafnarstræti 17. Landsins stærsta og fjölbreyttasta mynda-, málverka- og ramma- verzlun.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.