Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 7
Nr. 169 Febrúar 1951 1. hefti 18. árg. SAMTiÐIN ASKRIFTARTÍMARIT UM ÍSLENZK OG ERLEND MENNINGARMÁL SAMTÍÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema i janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 25 kr. burðargjaldsfritt ( erlendis 35 kr.), og greiðist það fyrirfram. Askrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við síðustu áramót. Úrsögn sé skrifleg og verður að hafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum veitt móttaka í verzluninni Bækur og ritföng hf., Austur- stræti 1 og Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. — Prentuð i Félagsprentsmiðjunni lif. „ÞU FDLK MEÐ M SÍÐUSTU aldamót áttu íslendingar tvö mikil Ijóðskáld, sem bæði ortu frábær aldamótakvæði. Báðum gaf þeim merkilega sýn af sjónarhóli aldamótanna. Annað þeirra, Hannes Hafstein, gerist i 8. og 10. erindi kvæðis síns hijög skyggn á framtíðina. I 11. erindi er sem hugar- sýn skáldsins hverfi, en þó er þar varpað fram spásögn, sem löngum hefur vakið meiri athygli en spásögn skáldsins í fyrri erindunum. Þar er sagt fyrir um mann- dauða og stríð, og Guð er beðinn að hlífa Islandi. Hitt skáldið, Einar Benediktsson, hóf hið stórbrotna kvæði sitt með orðunum, sem prentuð eru ofan við þessar línur. Vart mun unnt að orða meginsjónarmið sér- hvers íslendings, sem nokkuð skyggnist inn í fortíð þjóðar sinnar, betur en Einar hefur gert í upphafsorðum þessa mikla kvæðis. Þegar Islendingar hófu viðreisn- arbaráttu sína, áttu þeir lítið annað en stórt og óræktað land, lítt numið í nútíma1 skilningi, en auk þess tungu sína og bók- menntaarf. I eldmóði hinnar skáldlegu hvatningar bað skáldið þjóð sína að breyta bókadraumnum og böguglaumnum í vöku og starf. Starf og aftur starf heimtuðu þessir tveir vökumenn íslenzku þjóðarinnar af henni, vegna þess að ný öld var að ganga í garð. Síðan íslendingum var flutt þessi lögeggjan, er liðin hálf öld. Og hvað hefur á unnizt? Sjálfsagt geysimikið, miðað við það hörmungarástand, sem ríkti í at- hafnamálum þjóðarinnar um síðustu alda- EYMD í ARF“ mót. Við höfum reist mörg mjög sæmileg hús, eignazt fjölda skipa og flugvélar, lagt mikið af vegum, gert fjölda brúa, bætt hafnir, fengið síma og útvarp, komið upp fjölþættum iðnaði og nokkrum vísi að iðju. Þannig mætti lengi telja. En víxl- sporin hafa einnig verið stigin bæði mörg og óheppileg. Sumar framkvæmdir eru sagðar vera hér með þeim hætti, að furðu þykir gegna um starfshætti alla. Ráðs- mennskan á sviði ýmiss opinbers rekstr- ar er ósjaldan gagnrýnd mjög harðlega og að því er virðist með rökum. Einn af mestu athafnamönnum þjóðarinnar sagoi nýlega við mig, að hér á landi væri orðið næsta örðugt að hreyfa sig fyrir alls kon- ar höftum og hindrunum. Samtímis lét op inber löggæzlumaður svo um mælt, að íagaboðin, reglugerðirnar og fyrirmæla- larganið væri orðið svo margbrotið hér, að framkvæmdavaldið ætti oft og einatí fullt í fangi með að fylgjast með breyting- unum og botna í öllu þessu moldviðri hvað þá vesalings, almúginn. Skattar og opinberar álögur eru sagðar það þung- bærar, að til er fólk, sem kinokar sér við að vinna nauðsynleg störf, vegna þess að ekki borgar sig að þiggja laun fyrir slíkt með tilliti til skattaálaga. Af þessum og raunar ýmsum öðrum ástæðum er að skapast hér tómlæti og skortur á heil- brigðri starfsgleði hjá allt of mörgum. Það getur verið fróðlegt að heyra, hvað útlendingar, sem hingað koma, segja um okkur í sinn hóp. Ekki í viðtölum við ísl. blaðamenn eftir að hafa ekið sem LANDSBÓKASAFN

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.