Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN 5 FARSÆLS ÁRS óskar „Samtíðin“ öllum lesendum sínum og þakkar mörg vinsamleg bréf, sem borizt hafa kringum ára- mótin. Alla vini sína og velunnara vill hún gleðja með því, að margt til skemmtunar og fróðleiks um inu- lend og erlend efni mun birtast hér í ritinu á þessu ári. í því sambandi má benda á frásögn próf. Alex- ander s J óh ann e s s o n ar há- skólarektors í þessu hefti, og innan skamms mun birtast hér stórmerk grein um alþjóðafjármál eftir Aron Guðbrandsson forstjóra. — Margir hafa spurt: Er virkilega hœgt að gefa út jafnstórt og vandað tímarit og „Samtíðina“. fyrir aðeins 25 kr. árgjald, þegar öll önnur tíma- rit og blöð hafa stórhækkað í verði? Þetta er auðvitað því aðeins unnt, að alli r áskrifendur ritsins greiði þetta lága árgjald fúslega og með skilum. „Samtíðin“ á engan fjár- hagslegan bakhjarl, hefur enga lausasölu og á enga útsölumenn neins staðar. Hún byggir tilveru sína á því, sem ekkert annað íslenzkt tímarit hefur enn þorað að treysta á: Áhuga, samúð og skilvísi íslenzku þjóðarinnar. „Samtíðin“ á sér nú stærri og traustari áskrifendahóp en hér munu dœmi til um sambœri- legt rit. Á alla þessa vini sína heitir hún nú að greiða ótilkvaddir hið lága árgjald fyrir 1951, sem fellur í gjálddaga með útkomu þessa heftis, og jafnframt beinum vér þeim til- TILKYNNIÐ „Samtíðinni" tafarlaust, ef þér hafið bústaðaskipti og' forðizt þannig vanskil. mælum til yðar, að þér útvegið rit- inu marga nýja áskrifendur meðal vina yðar og kunningja. í þeim efn- um vinna margar hendur létt verk. Gl e ð il e g t ár. VERÐLAUN ,,SAMTÍÐIN“ hefur ákveðið að veita hverjum þeim, sem útvegar lienni 25 nýja áskrifendut, að verð- launum eftir frjálsu vali einhverja af hinum þrem glæsilegu lista- verkábókum Helgafells (verð 150 kr.). Þessar bœkur með litmyndum af verkum brautryðjendanna í ís- lenzkri málaralist, Ás g ríms J ó n s s o n ar, J óns S t ef áns- sonar og K j arv al s, eiga sér engan líka í íslenzkri bókagerð. Framan við myndirnar af listaverk- unum eru ágœtar ritgerðir um lista- mennina og störf þeirra. Þér getið með lítilli fyrirhöfn unn- ið hér til mikilla verðlauna, samtím- is því, sem þér stuðlið að útbreiðslu tímarits um íslenzk og erlend menn- ingarmál. Árgjöldin fyrir 1951 verða að fylgja nöfnum hinna nýju áskrif- enda. SVlARNIR, Gunder Hágg, Ame Anderson og Lennart Strand, sem hafa getið sér heimsfrægð fvrir hin frábæru hlaupaafrek sin, æfa sig um það bil helmingi meira en íþrótta- garpar annarra þjóða. Þeir halda því fram, að hlaupaæfingar á mjúklendi, í skógum o. s. f'rv. reyni miklu minna á vöðvana en æfingar á hörðum göt- um. Þess vegna æfa þeir sig ekki á hörðum troðningum nema einu sinni í viku.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.