Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 9 ræmi þeirra og líka lögun. Það hefur mér tekizt, hvað snertir nokkrar hreyfingar tall'æranna. Verkefnið er hér ótæmandi og krefst í rauninni samvinnu sérfræðinga i hinum ó- skyldu tungumálum. Þessar rann- sóknir munu leiða í ljós, að mann- legt mál hefur smám saman orðið til á mjög eðlilegan og auðskilinn hátt, en málfræðin sem vísindagrein mun nátengd þróunarsögu mannsins." Að lokum sagði próf. Alexander: „Ég hef fengizt við þessar rannsókn- ir 10 undanfarin ár og hef birt um þetta efni tvær hækur,- aðra á ís- lenzku: Um frumtungu Indógermana og frumheimkynni“ með útdrætti á frönsku, hina á ensluu „Original language“. Áður en langt um líður, mun ég birta nýja bók á ensku um framhaldsrannsóknir minar. En auk fyrrnefndra rita hef ég birt 5 greinar á ensku um þessar rannsóknir í hinu viðfræga vísindariti Nature, sem er lesið um heim allan.“ „Samtiðinni“ er kunnugt um, að þessar málrannsóknir prófessorsins hafa vakið verulega athygli erlendis og að við suma háskóla, m. a. í Oxford, er þegar tekið tillit til þeirra niðurstaðna, sem þær hafa leitt til. Það er því full ástæða til að óska honum til hamingju með þá viður- kenningu, sem rannsóknirnar hafa þegar aflað honum. ÁSKRIFENDUR „Samtíðarinnar“ geta fengið allt það, sem til er af eldri árgöngum fram til síðustu áramóta, samtals hátt á fimmta þúsund bls. af geysifjölbreyttu lesefni við allra hæfi, fyrir aðeins 195 kr., burðargjalds- frítt, ef greiðsla fylgir pöntun. • Spurt utj svarað % f ÞESSUM þætti er leitazt við að * svara spurningum frá lesendum „Samtíðarinnar“. Steinar spyr: „Mig langar til að vita einhver deili á Tryggva Sveinbjörnssyni, höfundi leikritsins, Jón Arason, sem sýnt hefur verið hér í Þjóðleikhús- inu. Geturðu, „Samtíð“ mín, sagt mér nokkuð um hann?“ Svar: Tryggvi er sendiráðsritari í sendi- ráði Islands í Kaupmannahöfn og hefur verið um 30 ár í utanríkisþjón- ustu lands vors. Hann er ættaður úr Svarfaðardal og kallaði sig Svörfuð, þegar hann var í skóla. Annars get- urðu lesið helztu æviatriði hans og fræðzt jafnframt um ritstörf hans í 9. hefti (nóvemberhefti) „Samtið- arinnar“ sl. ár. Þar birtist viðtal við hann í tilefni af nýjustu leikritum hans. Sorgmæddur skrifar: „Stúlkan, sem ég er hrifinn af, vill ekki framar sjá mig. Hvað á ég til bragðs að taka? Mér finnst nefnilega engin önnur stúlka jafnast á við hana að fegurð og yndisleik.“ Svar: Vér erum ekki sérfræðingar í ástamálum, en höfum þó heyrt, að tíminn sé afbragðs læknir í viður- eigninni við andleg ástasár. Hér á landi er að vísu hörgull á ýmsu, en vér höfum aldrei heyrt getið um, að hér væri neinn sérstakur hörgull á fallegum og yndislegum stúlkum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.