Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.02.1951, Blaðsíða 26
22 SAMTÍÐIN höfundinn, heldur og lesandann. Og það er auðsætt, að þýðandinn hefur orðið gagntekinn af jörð sögunnar. Hann hefur leyst þýðinguna nijög vel af hendi. Um séra Sigurð er það vitað, að hann getur þýtt ágætlega, ef hann gefur sér tíma til að vanda sig. Hér hefur hann hvorki sparað tíma né horft í fyrirhöfn. Víða er farið á miklum kostum. Fyrsti kafli Jarðar er eins konar forleikur. Fólkið birtist lesandanum líkt og í þögulli kvikmynd. I 2. kafla eru persónurnar kynntar, smám sam- an fá þær málið, og frásögnin skiptir um blæ. Heill heimur opnast, tilvera fyrstu kynslóðanna, sem áttu sér bólstað í Reykjavík. Ég vcl nokkrar setningar úr IX. kafla, sem sýnishorn af viðskiptum höfundar við móður jörð í þessari bók: „Jörðin nýsköpuð hvern dag. Hún er dóttir næturinnar, Jörð. Hér opnar hún sinn ferska faðm. Það gufar af lienni, hún brosir öll og blundar ennþá undir daggar- slæðunni, undir þokunum, sem dok- andi gæla við hana. Lif er í henni, hreinna og ramara en nokkurt blóð- nært líf. Æðar hennar eru eldur und- ir blæjunum, undir svalri frjósemd moldarholdsins, undir saklausri nekt steinsins.“ Svipuð tök á efni eru víða í þessari sögu. Það er eins og frumskilningur goðsögunnar á hinni kviku jörð, Fjörgyn, ásamt hinni rammefldu ættjarðarást í brjósti skáldsins hafi skapað landið, er birtist í þessari hók. Árgjald „Samtíðarinnar“ (25 kr.) féll í gjalddaga 1. febr. Vinsamlegast póstleggið þa'ð nú þegar eða greiðið það á móttöku- stöðunum í Rvík (sjá bls. 3). Rafals birta er bezt. Framkvæmum raflagnir og breyt- ingar í verksmiðjur, hús og skip. RAFTÆKJAVINNUSTOFA OG VERZLUN Vesturgötu 2. Sínii 2915. Símnefni: Rafall. FRAMKVÆMUM: Bílaviðgerðir, Bílasmurningu, Bílasprautun. SELJUM: Bílavarahluti, Bílaolíur, Loftþrýstiáhöld, Hjóldráttarvélar (amerískar og þýzkar) og Beltisdráttarvélar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.