Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN vekur samúð og traust þeirra, er á hann hlýða. Og.því tjáir ekki að mótmæla, hve geysilega mikilsvert það er hverjum manni, sem ætlar sér að komast áfram, að hann sé fær um að vekja samúð og traust ann- arra. Sölumaður, sem muldrar í barm sér og þorír ekki að horfa framan í viðskipta- vin sin’n, þarf ekki að vænta mikils árang- urs í starfi sínu. Kennari, sem getur ekki skýrt texta þannig, að hann verði öðrum fullkomlega ljós, er ekki fær um að vekja áhuga fyrir námsgrein sinni, hversu lærð ur sem hann kann að vera. Á öllum svið- um vaknar þessi spurning: Hvernig á ég að koma skýrt og skilmerkilega orðum að því, sem ég vildi sagt hafa, og þannig, að aðrir láti sannfærast? HIN ÁGÆTA handbók Gundels Rende, sem vér höfum afhent Háskólabókasafninu til eignar, mun greiða götu margra manna, er langar til að þroska hæfileika sinn til þess að tala í útvarp eða á mannfundum. Hún minnir okkur íslendinga á vanrækt- an þátt í menntun flestra okkar. Þyrftum við ekki velflest að bæta talmál okkar, hvað þá ræðu- og erindaflutning, að mikl- um mun? Sérhver áskrifandi „Samtíðarinnar, sem út- vegar henni 5 — fimm — nýja á- skrifendur á þessu ári og sendir á- skriftargjöld þeirra, samtals kr. 125,00 ásamt nöfrium þeirra og heimilisföngum, fær eintak sitt 1951 ókeypis. Nýir áskrifendur verða þessa tilboðs einnig aðnjðtandi. „Samtíðin“, pósthólf 75, Reykjavík. SÍGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. VITIÐ ÞÉR ÞETTA? Svörin eru á bls. 29. 1. Hver orti þetta: Situr karl við svarta iðju. Sýður í al'li stálateinn. 2. Hvaða jurt ber stærsta blóm í heimi? 3. Hver er Aldous Huxley? 4. Hvað merkir fornyrðið soldari? 5. Hvar er bæririn Nikhóll? + Það er sagt: + að slefberi sé sá, sem segir ekkert um náungann á þann hátt, að hann láti þó alls ekkert óságt um hann. ♦ að bergmál sé það eina, sem fær að hafa síðasta orðið í viðureign sinni við skrafskjóður. ♦ að fjármálamaður sé sá, sem veit hvernig hann á að fara með fé annarra. ♦ að smjaðrari sé sá, sem segir upp í opið geðið á þér það, sem hann mundi ekki dirfast að segja við neinn annan. ♦ að örðugast af öllu sé að- gei’a það, sem við höfum dregið allt of lengi á langinn. Borðið ávallt hollan og góðan mat frá KJÖT & GRÆNMETl Snorrabraut 56. — Sími 2853

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.