Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN 7 honum skyldi vera samábyrgð allra þjóðanna. Slík ráðstöfun hefði þó orðið eina lausnin á gjaldeyrisvand- ræðum þjóðanna. Ekki þurfti að óttast þessa lausn málsins fyrir þá sök, að engin fordæmi væru fyrir sliku. I Rússlandi búa yfir 200 miilj. manna á landi, sem er sjötti hluti alls lands á jörðinni. Ekki hef ég heyrt þess getið, að margar mynt- tegundir væru í Rússlandi; sennilega nægir þar rúblan ein. Annað dæmi, sem er okkur miklu nærtækara og við höfum stórum meiri kynni af, eru Randaríki Norður-Ameríku. Þau eru 48 talsins og hafa öll eina og sömu myntina, hinn „almáttuga“ dollara. Hvort mundi nokkur maður geta látið sér til hugar koma, að Bandaríkin væru hin óþrjótandi auðsuppspretta og óþreytandi hjálp- arhella annarra ríkja, sem þau hafa reynzt, ef sérhvert þeirra hefði sína eigin mynt og þau væru skilin hvert frá öðru með himinháum tollmúrum og hvers kyns ófrelsi í athafna- og viðskiptamálum ? Síðastliðið ár var stofnað til gjald- eyrisölmusu til bágstaddra ríkja í Evrópu með stofnun Greiðslubanda- lags Evrópu. Frá 30. júní 1950 til 30. júní 1951 eru okkur Islendingum ætlaðar 4 milljónir dollara eða rúm- lega 65 millj. kr. af þessu ölmusufé, og þurfum við aldrei að endurgreiða það. Þó bætir þetta ekki úr gjald- eyrisslcorti okkar nema að mjög litlu leyti. Gert er ráð fyrir, að á jafn- lengdartímabili 1951 til 1952 fáum við aftur gjaldeyrishjálp frá sama aðilja, en þó ekki eins mikla, vegna þess að ætlazt er til, að gjaldeyris- jafnvægi verði komið á í löndum Evrópu á árunum 1952—53. Menn geta gert sér í hugarlund, hvort svo muni verða hér á landi. Það, sem einna mest gæti stuðlað að því, að sameiginlegum gjaldeyri yrði komið á hjá Evrópuríkjunum, er myndun Bandaríkja Evrópu. Og þá er spurningin: Er nokkur von til þess, að slíkt verði að veruleika í náinni framtíð? Einn merkásti núlifandi stjórn- málamaður heimsins, Winston Churchill, hefur unnið að þessum málum að undanförnu og mun óhætt að fullyrða, að þeim hefur skilað meira áfram siðustu tvö árin en nokkuru sinni fyrr. Meðan ég er að skrifa þessa grein, birtir Morgunblað- ið Reutersfregn (dags. 13. jan.), þar sem það er haft eftir Henri Spaak, fyrr\r. forsætisráðherra Belgíu, í við- tali við fréttamenn í Nðw York, að afstaða Breta hafi valdið miklu um, að ekki hafi þegar náðst samkomu- lag um stofnun Bandaríkja Evrópu. Virðist eftir þessum ummælum að dæma ekki vanta nema herzlumun- inn á, að þetta stórmerka mál komist í framkvæmd. Enginn vafi 'leikur á því, að hin vestrænu Evrópuríki hafa að undanförnu nálgazt hvert annað miklu meir en áður vegna hins uggvænlega ástands í heimsmálun- um. Það hefur þegar verið rætt um sameining þungaiðnaðarins í Vest- ur-Evrópu, og sú hugmynd kemst vafalaust í framkvæmd. Einnig hefur verið rætt um stofnun sam- eiginlegs hers i Vestur-Evrópu. En þessi tvö mál, sem án efa tákna

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.