Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 vel fágætar útlendar bækur, því að eigandinn hefur á utanferðum sín- um ekki látið undir höfuð leggjast að heimsækja marga fornbókasala. „Hjá einum þeirra fékk ég þessa fyrir lágt verð“, segir hann og dregur fram ágætt eintak af „Islenzkum fornkvæðum“ í útgáfu þeirra Svend Grundtvigs og Jóns Sigurðssonar. Þegar ég sé, hvílíkar úrvalsbækur á ýmsum tungumálum hér eru sam- an komnar, vaknar hjá mér grunur um, að eigandinn safni einkum hók- um, sem hann langar til að lesa, en alls ekki öllu, sem unnt er að ná í, eins og ýmsir bókasafnarar. Hann segir það rétt til getið og trúir mér um leið fyrir því, að stundum sé nú næsta lítið næði hjá sér til lestrar. Þegar ég spyr hann, hvaða islenzk ljóðskáld hann lesi að staðaldri, nefnir hann þrjú: Matthías, Einar Ben. og Stephan G. Við kaffiborðið, rétt áður en við Egill kvöddumst, sagði hann, er talið harst aftur að Selfossbyggð: „Að mörgu leyti hefur þróunin hér, eins og víðar á landinu, verið ánægjuleg síðustu árin. Má segja, að framfaramálum okkar taki að miða verulega áleiðis eftir 1927, er farið var að beina miklu meira fjármagni en áður til eflingar sveitabúskapn- um. En meginundirstaða velmegunar hér um slóðir var Flóaáveitan og stofnun Dtbús Landsbanka Islands á Selfossi, sem jafnan hefur verið rekið með skilningi á þörfum bænda og velvilja í þeirra garð. En ég vil í þessu sambandi segja það, að vega- mál okkar eru í algerlega ófullnægj- andi ástandi. Þegar á það er litið, að □ LFUSÁRBRÚIN í a AKSÝN LEIFAR GÖMLU BRÚARINNAR.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.