Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.03.1951, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 Útlendingar sækjast jSLENZKAR prjónavörur hafa síð- ustu árin vakið athygli vegna smekklegs útlits. Hefur reynslan sýnt, að útlendingar, sem hingað hafa komið, hafa sótzt eftir þeim. „Sam- tíðin“ hitti um daginn hinn góð- kunna söngvara Ölaf Magnússon frá Mosfelli, sem veitir forstöðu prjóna- stofu, er heildverzlunin Hólmur h.f. rekur, en vörur verksmiðjunnar hafa verið mikið keyptar af erlend- um ferðamönnum. Áttum vér eftir- farandi samtal við Ólaf: „Hve lengi hefurðu fengizt við framleiðslu á prjónavarningi?“ „Blessaður vertu, ég er svo að segja fæddur og upp alinn í prjóna- stofu,“ sagði Ólafur. Móðir mín, Valgerður Gísladóttir, lærði að prjóna á vél fyrir síðustu aldamót hjá Lefolii-verzlun á Eyrarbakka og stóð síðan árum saman fyrir nám- skeiðum í vélprjóni, sem hinn þjóð- kunni kaupsýslumaður Haraldur Arnason hélt í sambandi við sölu á prjónavélum, sem verzlun hans ann- aðist. Þessi þörfu námskeið lét Har- aldur halda víðsvegar um landið, og lærðu konur þar allt algengt heimilis- prjón undir handleiðslu móður minn- ar, en ýmsir nemendur hennar urðu seinna færustu prjónakonur lands- ins. Af sjálfum mér er það að segja í þessu sambandi, að þetta starf móður minnar vakti snemma áhuga minn fyrir ullariðnaði.“ ólafur Magnússon sýndi mér prjónastofuna, sem er á efstu hæð- ^Joja ofl iónaóur 11 eftir ísl. prjónavörum inni í stórhýsi Sjóldæðagerðar Is- lands við Skúlagötu, í einkar björtu og ákjósanlegu húsnæði, sem er 140 m2 að flatarmáli með fögru útsýni yfir höfnina. Við komum fyrst inn í afgreiðsluherbergi, en inn af því er stór vélasalur með samtals 7 prjóna- vélum, þar af 4 sjálfvirkum. Einnig er þar langborð með nauðsynlegum saumavélum, sérstaklega gerðum til þess að sauma í prjónles. Þá er þarna einnig þvottaherbergi og vöru- geymsla. „Hve gömul er þessi prjónastofa?“ spurði ég Ólaf Magnússon. „Núverandi eigendur hennar hafa rekið hana í 3 ár, en ég gekk inn í fyrirtækið skönunu eftir stofnun þess.“ „Þið vinnið einungis úr íslenzkri ull?“ „Já, það er markmið okkar, og vörumerki okkar er í samræmi við það markmið. Það er gamla islenzka halasnældan full af bandi, en þráður- inn upp af henni myndar orðið: ull. Því -miður hefur verið allmiklum örðugleikum hundið að fá hentugt band hjá íslenzku ullarverksmiðjun- um. Þær hafa frekar getað afgreitt lopa.“ „Hefur lopinn ekki sætt nokkurri gagnrýni ?“ „Jú, hann hefur sætt mjög óverð- skuldaðri gagnrýni á ýmsum vett- vangi, m. a. hjá aðilum, sem eru þessum málum lítt kunnugir, en hafa frá einhliða sjónarmiði fordæmt allt,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.